marble crayfish/ humra ræktunn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
brundus
Posts: 117
Joined: 19 Jan 2010, 00:20
Location: 270 mosó

marble crayfish/ humra ræktunn

Post by brundus »

Jæja einsog sást i siðasta post fra mer þá er eg með 3 fallaxe humra eða marble crayfish er buinn að lesa aðeins um þa a netinu. en hefur einhver reinslu af þeim? ef svo er þa væri gott að vita hvernig er hægt að lata þeim liða sem best veit þeir þurfa litið.
en er gott að hafa hreinsidælu?
loftdælu?
visst hitastig?
einhvern gróður sem þeir fela sig í og svo einnig éta?
einsog eg las a fiskabur.is þá geta þeir komið i nokkrum litum og held eg að það fari eftir aðstæðum hendi inn nokkrumdæmum herna fyrir neðan
Image
Image
Image
Image

2 neðri fengnar lanaðar hja fiskabur.is
350 L.
96 L. til sölu
25 L.
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Búinn að eiga minn í bláa í nokkra daga en í miðað við það sem ég hef lesið mér til um að þá veit ég þetta:

en er gott að hafa hreinsidælu? Alltaf gott að hafa hreinsidælu. Ekki nauðsynlegt hjá þeim enda lifa þeir í náttúrunni í fenjum og slíku. Finnast í drullupollum.

loftdælu? Sama og að ofan

visst hitastig? Þola niður í 10 gráður og geta deilt búrum með hitabeltisfiskum (þá meina ég bara til samanburðar við vatnshita)

einhvern gróður sem þeir fela sig í og svo einnig éta? Já. Þeir eru mikil feludýr. Þurfa gróður eða helli til að fela sig. Eru mikið fyrir að grafa líka og éta allt. Éta plöntur, rusl, sinn eiginn ham, hæga fiska sem hætta sér of nálægt.

Minn er búinn að grafa nokkrar holur (er með sand). Chillar mest í hellinum. Svo dundar hann sér við að labba um búrið og sækir smásteina (er með fullt af hvítum smásteinum í sandinum) og færir þá í hellinn sinn.


En ein spurning til meiri reyndra manna. Getur hann nappað neon tetrum? Hefði haldið að þær væru save miðað við að þær eru snöggar og halda sér miðlungs ofarlega. Hins vegar hafa tvær horfið í nótt og tvær fyrir þremur dögum. Þessar sex sem eru saman í torfu höfðu alltaf skilið hina útundan en þá voru þeir bara tveir og tveir en núna 0 og 0.
User avatar
brundus
Posts: 117
Joined: 19 Jan 2010, 00:20
Location: 270 mosó

Post by brundus »

ancistrur geta þær lifað með humrinum? var að pæla i að skella mer kanski á svoleiðis til að lifga uppa burið er hann ekkert að ráðast á þær? en varðandi neontetrurnar. eg hef verið að atast i minum með rglustiku og þeir stökkva frekar snöggt og hratt alveg 5-10 cm svo eg yrði ekki hissa þó hann hafi nað neon tetrunum en veistu hvort hann geti þá lifað i 25-28 graðu vatni ef eg myndi bæta fiskum með?
350 L.
96 L. til sölu
25 L.
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Ég er með tvær í mínu búri. Ancistrur er ekki dýr sem er mikið fyrir að vera étið. Þær eru alla vega ekki nálægt mínum gaur þannig ég myndi segja já. Ég er líka með fullt af plöntum, rót og hella til að fela sig.

Mitt búr er stillt á 25° þannig að það á að vera í lagi. Hann er fjölhæfur hitanum eins og gullfiskur.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

humrarnir eru nokkuð lúmskir og eru mest aktívir á nóttunni en það er einmitt tíminn meðan fiskarnir eru minnst aktívir, þess vegna er ekkert mál fyrir þá að ná sér í neon tetrur. Í sambandi við ancistrurnar þá eiga þessi 2 dýr það sameiginlegt að vilja fela sig og það oft á mjög svipuðum stöðum, ancistran hjá mér varð að minnsta kosti mjög mikið tætt eftir humarinn, vantaði á hana sporðinn og slatta í uggana á henni en það tók ekki langan tíma að jafna sig, þumalputtareglan er að treysta þeim ekki með fiskum, að minnsta kosti ekki fiskum sem þér þykir vænt um því fyrr eða seinna munu þeir hverfa.
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

RagnarI wrote:humrarnir eru nokkuð lúmskir og eru mest aktívir á nóttunni en það er einmitt tíminn meðan fiskarnir eru minnst aktívir, þess vegna er ekkert mál fyrir þá að ná sér í neon tetrur. Í sambandi við ancistrurnar þá eiga þessi 2 dýr það sameiginlegt að vilja fela sig og það oft á mjög svipuðum stöðum, ancistran hjá mér varð að minnsta kosti mjög mikið tætt eftir humarinn, vantaði á hana sporðinn og slatta í uggana á henni en það tók ekki langan tíma að jafna sig, þumalputtareglan er að treysta þeim ekki með fiskum, að minnsta kosti ekki fiskum sem þér þykir vænt um því fyrr eða seinna munu þeir hverfa.
Núna í nótt hurfu tveir SAE, einn ancistra og þrír neon fiskar. 12 neon allt í allt en samt ekki dvergsiklíðan. Hann er eini eftirlifandi fiskurinn.

Það sem mér finnst mest skrýtið er að á þessum fiskum sem ég fann í nótt dauða, engin ummerki eru af neon, er að það er ekkert sjaánlegt að þeim. Augun voru tætt á ancistrunni, önnur SAE sé ég ekki vel því hann er í helli en hin SAE er alveg clean. Eins og hún sé ósnert. Núna rétt áðan sá ég humarinn fara að honum, potaðin einu sinni í hann og bakkaði svo. Var alveg sama.
Post Reply