gúrka ? og fóðrun í fríi

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

gúrka ? og fóðrun í fríi

Post by ellixx »

hvað má gúrkubiti vera lengi í búrinu ?

sá einhvurstaðar hér að það ætti að fjarlægja hann frekarar fljótt.

get ég skaðað eitthvað á að hafa hann í nokkra daga :shock:

gott að vita ef maður fer í 5-6 daga frí og eingin að gefa á meðan.

önnur svipuð spurning.
hvernig tæklar maður það þegar maður fer í stutt frí og það er eingin að gefa á meðan, er með 54 litra búr með tetrum, ancistrum, zepra, rosa.
og 180 litra með malawi sicliðum 3-4 cm 10 stk


langar að fá nánari upplisingar um þetta frá sérfróðum fiskaspesjalistum :D
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég set alltaf gúrkubita með litlum gaffal í svo hann sökkvi og ég tek nú bara gafalinn uppúr þegar gúrkan er búinn, er að vísu með mikið að ancistrum svo gúrkan hverfur frekar fljót.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

setti svona á lítin stálgaffal fyrir 2 dögum og það er bara búið að narta aðeins í miðjuna.

fékk 6 stk ancistrur hjá varginum 2-3 cm
eru mjög aktifar og á fleigi ferð um allt búrið og potninn en fara ekkert í gúrkuna þegar ég sé til.

kveðja
erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
brundus
Posts: 117
Joined: 19 Jan 2010, 00:20
Location: 270 mosó

Post by brundus »

ellixx wrote:setti svona á lítin stálgaffal fyrir 2 dögum og það er bara búið að narta aðeins í miðjuna.

fékk 6 stk ancistrur hjá varginum 2-3 cm
eru mjög aktifar og á fleigi ferð um allt búrið og potninn en fara ekkert í gúrkuna þegar ég sé til.

kveðja
erling
tja eg setti blómkal ony hja mer og það var þar i 4 daga og allir enn lifandi svo ættli það se ekki misjafnt hugsa að það se ekki gott að hafa það of lengi þarsem það a það til að rottna
350 L.
96 L. til sölu
25 L.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú semsagt metur árangurinn á því að fiskarnir hafi ekki verið dauðir þegar þú tókst það uppúr?

Það borgar sig ekki að hafa neinn mat lengi í búrum. Fiskarnir kannski drepast ekki, en maturinn mengar vatnið helling, og ef maður skiptir ekki aukalega um vatn þá hefur það slæm áhrif á íbúana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Myndi ekki þora að hafa gúrkubita í búri í næstum því viku svona ef að fiskarnir eru ekki fljótir að klára matinn.

Fiskar lifa alveg nokkra daga af án matar. Ég hef t.d þurft að myrkva búrið hjá mér í um 3-4 daga og gaf heldur ekkert á meðan og sá enga breytingu á fiskunum, voru enn alveg góðir í holdum :).

Ef að einhver getur kannski komist til að gefa þarna einu sinni í millitíðinni þá á það að vera alveg nóg, annars er oft erfitt að treysta fólki sem kann ekki með fiska að fara að gefa mat til þeirra, oft sem það endar með hrikalegri offóðrun og allt dautt þegar fólk kemur heim.

Allavega fór ég í 3 daga ferð og mamma kom einu sinni að gefa, og þá var ég búin að skammta í svona lítil pillubox skammtana sem áttu að fara í búrið, svo að ekki væri gefið of mikið. En einnig er hægt að fá svona matargjafara sem gefur í búrið, held að það sé rafmagns eða álíka.

En ef ég væri að fara eitthvert í 5-6 daga þá myndi ég alveg treysta á að fiskarnir lifðu þetta af án matar :), helst að minni fiskarnir þoli minna þar sem þeir hafa minna utan á sér en fiskar þurfa ekki svo mikla orku til að lifa af, þurfa ekki að hita upp líkamann og geta bara synt minna ef þeir fá minni mat og sparað orkuna :). Það eru til tegundir sem að taka svona matarverkfall, borða ekki í kannski 2-3 mánuði og þeir lifa það af :).
200L Green terror búr
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

takk fyrir þetta góða innleg.
tek gúrkuna strax úr búrinu þegar ég kem heim úr vinnu. :P

hvernig er reynslan af þessum matargjöfum sem juwel er að selja ,er einhver með svoleiðis .

ég keifti svona mat sem á að leisast hægt upp og endast í allt að 14 daga ,
er þetta málið eða er þetta ekki gott ,var að hugsa þetta í litla búrið .

var að pæla í þessum matargjafa fyrir stóra búrið enn mundi bara nota hann í þessa 6 daga þar sem aðal sportið í þessu er að gefa þeim að borða og horfa á :oops:
svoldið dýrt að fjáfesta í 6þ kr græju sem notast lítið :evil:

kveðja
erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
brundus
Posts: 117
Joined: 19 Jan 2010, 00:20
Location: 270 mosó

Post by brundus »

keli wrote:Þú semsagt metur árangurinn á því að fiskarnir hafi ekki verið dauðir þegar þú tókst það uppúr?

Það borgar sig ekki að hafa neinn mat lengi í búrum. Fiskarnir kannski drepast ekki, en maturinn mengar vatnið helling, og ef maður skiptir ekki aukalega um vatn þá hefur það slæm áhrif á íbúana.
nei það tók þá 4 daga að klara blómkálið eg var nu sammt buin að ihuga að taka það ur en var ekki alveg nogu fróður um þetta hugsa sammt að gurkur fari verr vegna þess að þær eru meirihluti vatn. en ef u villt ekki eiða peningum i matara sem er aldrei notaður þa er þetta goð leið að setja i spes glas hvað a að gefa og lata einhvern henda i fiskana 1 sinni i millitiðini
350 L.
96 L. til sölu
25 L.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flestir fiskar sem hafa fengið reglulega að éta og eru hraustir þola auðveldlega viku án matar. Ég sleppi því venjulega frekar að gefa heldur en að fá einhvern til þess. Það eru til allt of margar hryllingssögur af eigendum sem komu heim úr fríi og búrið fullt af óétnum mat og dauðum fiskum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

munnklekjara kerlingar eru oft 3-5 vikur með hrogn og seiði og éta vanalega ekki á meðan
þannig að munnklekjarar eru undir þetta búnir frá náttúrunnar hendi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply