Myndi ekki þora að hafa gúrkubita í búri í næstum því viku svona ef að fiskarnir eru ekki fljótir að klára matinn.
Fiskar lifa alveg nokkra daga af án matar. Ég hef t.d þurft að myrkva búrið hjá mér í um 3-4 daga og gaf heldur ekkert á meðan og sá enga breytingu á fiskunum, voru enn alveg góðir í holdum

.
Ef að einhver getur kannski komist til að gefa þarna einu sinni í millitíðinni þá á það að vera alveg nóg, annars er oft erfitt að treysta fólki sem kann ekki með fiska að fara að gefa mat til þeirra, oft sem það endar með hrikalegri offóðrun og allt dautt þegar fólk kemur heim.
Allavega fór ég í 3 daga ferð og mamma kom einu sinni að gefa, og þá var ég búin að skammta í svona lítil pillubox skammtana sem áttu að fara í búrið, svo að ekki væri gefið of mikið. En einnig er hægt að fá svona matargjafara sem gefur í búrið, held að það sé rafmagns eða álíka.
En ef ég væri að fara eitthvert í 5-6 daga þá myndi ég alveg treysta á að fiskarnir lifðu þetta af án matar

, helst að minni fiskarnir þoli minna þar sem þeir hafa minna utan á sér en fiskar þurfa ekki svo mikla orku til að lifa af, þurfa ekki að hita upp líkamann og geta bara synt minna ef þeir fá minni mat og sparað orkuna

. Það eru til tegundir sem að taka svona matarverkfall, borða ekki í kannski 2-3 mánuði og þeir lifa það af

.