Heitt vatn til hitunar á búrum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Heitt vatn til hitunar á búrum

Post by keli »

Þegar maður er kominn með nokkur stór búr, þá er farinn að vera slatta kostnaður við það að halda þeim heitum. Ég til dæmis sé fram á að þurfa að vera með 2x 300w hitara í stæðunni minni, og þá er kyndingin farin að kosta nokkrar krónur.

Þannig að ég fór að hugsa hvernig maður getur hitað búr fyrir minni pening. Ætli það sé eitthvað sem mælir gegn því að skjóta heitu vatni í búrin (svo lengi sem dreifingin sé góð) og halda hitanum í lagi? Þetta yrðu augljóslega litlar gusur þannig að hitasveiflur yrðu svo gott sem engar, hugsanlega minni en ef maður væri með hitara í búrinu.

Þetta hefur þá aukaverkun að það væri mikið af hitaveitu í búrinu, miðað við að maður notar aðallega kalt vatn í búr venjulega. Ætli það sé eitthvað sem mælir gegn því?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Ef ég man rétt þá ættlaru að hafa sump við samstæðuna!!
hefru þér dottið í hug að fá riðfrían pressfittings og búa til smá spíralkerfi í sumpin og keira bara ofnavatn í gegnum spíralinn?
mætti örugglega spara slatta með því

bara smá hugmynd sem ég fékk þegar ég sá rekkann hjá þér :wink:

ég veit að þetta svarar ekki spurningunni þinni en er þó tengt efni :oops:
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mér hefur dottið það í hug :) Þetta er bara enn einfaldara, ef það er í lagi. Ég geri ráð fyrir að ég láti vaða á þetta þegar segullokarnir berast mér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

Það er mun öruggara að hafa spiral heldur en segulloka (Eru lokarnir ekki off-on lokar en ekki on-off) og það væri liklega ódyrast að nota álpex síðan getur þú notað AVTB loka eða bara innspítingarloka með föler sem þreifar vatnið í búrunum muna bara eftir að nota stillité svo að það verði ekki of mikkið rennsli.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

er búin að ræða við nokra pípara sambandi við þessa normal closed loka.
líkurnar á að þeir faily eru MJÖG litlar það litlar að ég treysti þeim.
þetta er nú notað tildæmis tila að stjórna heita vatninu í pöttum og laugum.
ansi slæmnt ef þetta myndi gefa sig.

tímer á seguloka láta hann opna sig nokrum sinnum á dag.
ég á tímer sem tildæmis getur haft bið á milli on off frá 1 mín til 60 mín og
kveikt frá 1 sec upp í 60 sec.þetta er reyndar gömul fóður klukka.
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

ulli wrote:er búin að ræða við nokra pípara sambandi við þessa normal closed loka.
líkurnar á að þeir faily eru MJÖG litlar það litlar að ég treysti þeim.
þetta er nú notað tildæmis tila að stjórna heita vatninu í pöttum og laugum.
ansi slæmnt ef þetta myndi gefa sig.

tímer á seguloka láta hann opna sig nokrum sinnum á dag.
ég á tímer sem tildæmis getur haft bið á milli on off frá 1 mín til 60 mín og
kveikt frá 1 sec upp í 60 sec.þetta er reyndar gömul fóður klukka.
Ég er pípari og ég veit vel að þessir lokar bila sjaldan en ef það gerist þá er líka einsgott að hann er með off-on loka. í sambandi við að stjórna heituvatni í potta þá eru ekki notaðir segullokar til þess þeir eru aðalega öryggislokar ef vatnið verður of heit og sumir nota þá einnig til að kveikja á þeim.síðan ef hann notar þessa loka bara í smá tíma í einu þá mun hann þurfa að hafa einhverja hryngrás á vatninu svo að hann fái heitvatn þegar hann biður um það þar sem vatnið er fljót að kólna í pípunum þannig að ég myndi ekki hugsa mig 2 um og nota spíral tengdu inná ofnakerfið með innspítingarloka lang einfaldast.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm ég vissi af þessu með pípurnar. Ég kannski smíða svona eins og þú ert að tala um úr ryðfríum fittings bara... Eða nota tvo segulloka í röð :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

auðvitað notar maður normal closed loka.

ekki þörf á hringrás ef þú ert með svona klukku eins og ég nefndi að ég held?.

sambandi við heitu pottana þá var mér allavega sagt þetta.
ég ætlaði einmitt á fá mér 2 loka til að ver safe.en mér var sagt að ég væri nokkuð safe með 1 loka.

svo kostar þetta nú ekki lítið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég pantaði mér bara loka á ebay, kostuðu um 1500kall stykkið með sendingarkostnaði...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

1500 kr fyrir seguloka með spólu vá bara snilld og þola þeir svona heitt vatn eins og við erum með hér á klakanum endilega sendu mér linkinn.Hef áhuga á að prufa þá við nokkra hitablásara sem ég er að fara að tengja. :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég keypti svona
http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... 0207230231

Ég veit augljóslega lítið um áreiðanleika þessa loka. Þessvegna hvarflaði að mér að prófa þá 2 í röð til að vera viss. Það er samt ódýrara en að kaupa loka hér :)

Svo eru til aðeins dýrari á ebay sem eru CE merktir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply