eignaðist 250 lítra aquastabil búr sem er botnborað á 2 stöðum er að setja það saman og tengja í gegnum götin á því er ekki búinn að ákveða hvar eða hvað verður í því en það kemur seinna, stefni á að setja svipað kerfi og Vargurinn gerði á búrinu sem hann smíðaði um daginn eða útbúa stútana fyrir tunnudælu, þarf að smíða lok og ljós og er með hugmynd um það sem ég kem inná seinna í ferlinu.
hér er mynd af búrinu áður en ég byrja ferlið og svo hendi ég inn fleirri myndum eftir því sem betur gengur.
of stór ég set gengum tak og minnkun í þau, búrið var svona svo það var ekkert annað að gera. Er búinn að líma minnkanir í gegnum tökin og verða þau sett í á morgun og allt límt saman svo þarf ég að fara að vinna í lokmálum og finna stað fyrir þetta búr er eiginlega búinn að sprengja svolítið utan af mér allt pláss.
Borgar sig þó varla að panta þetta nema að þú sért að panta meira í leiðinni. Sendingarkostnaðurinn er frekar dýr fyrir litlar sendingar en mjög góður fyrir stærri sendingar.
Ég myndi skoða þennan hitara soldið áður en að þú kaupir hann, þeir áttu það til að sjóða búrin sem þeir voru í
" 5 ár síðan þetta kom upp í nokkrum búrum" veit ekki hvort þeir hafi lagað þennan galla í þeim.
Jæja búrið er tilbúið búinn að smíða lok með 2 x t5 perum og með bláar díóður sem næturlýsingu.
Setti minnkanir í götin og setti sigti öðru megin og svo dælist í búrið hinumegin, tunnudælan tengist í þetta inn í skápnum, hitarinn er tengdur á tunnudælunni. Búið að lekaprufa.
Set inn mynd þegar búrið verður upp sett en kunningi minn fær þetta búr hjá mér og verður hann með Jack Dempsey í því.