Gróðurinn að leysast upp.

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Gróðurinn að leysast upp.

Post by mambo »

Ég verslaði mér eina flösku af Flourish excel um daginn og hafði hugsað mér að nota það til að berjast við BBA (black beard algee), sem hefur verið algjör plága í búrinu hjá mér.
Ég byrjaði að nota þetta á sunnudag og setti 30ml í búrið og hef sett síðan 5ml á dag, þar til í dag.
Er ég kom heim úr vinnu í dag, þá sá ég mér til mikillar skelfingar að valisnerurnar eru allar að leysast upp.
Svo ég spyr einhvern sem hefur á þessu eitthvað vit, ætli plönturnar nái sér aftur á strik? Ef ég leyfi þeim bara að vera þar sem þær eru, ekkert að hreyfa við rótum.
En svo má til gamans geta að þessi þörungur er á undanhaldi
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Ég hef oft séð aðvaranir um plöntur að ef að vatnið verði of súrt þá byrji þær að leysast upp
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru þetta ráðlagðar skammtastærðir ?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Flourish excel lækkar ekki sýrustig.
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

nei, þetta er tvöfaldur skammtur sem ég hef gefið.
Mér var bent á að gefa tvöfaldan skammt til þess að drepa þennan þörung.
En ég verð að segja eins og er, að ég er spenntari fyrir því að hafa plönturnar hárugar heldur en uppleystar
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég hef einmitt heyrt um þetta, að gefa tvöfalt af flourish excel til að losna við BBA. Ég hef hinsvegar ekki heyrt um að það sé skaðlegt plöntum, sérstaklega mundi maður halda að vallisnerium þyldu það.
Prein, ertu viss um að excel lækki ekki sýrustigið?
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

er það spurning hvort maður ætti kanski að gera 50% vatnaskipti núna?
geri 50-70% um hverja helgi.
Risa vallisneran er nánast öll farin, sem og nýja Vallisneria spiralis tortissima sem ég keypti í síðustu viku :(
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

mambo wrote:er það spurning hvort maður ætti kanski að gera 50% vatnaskipti núna?
geri 50-70% um hverja helgi.
Risa vallisneran er nánast öll farin, sem og nýja Vallisneria spiralis tortissima sem ég keypti í síðustu viku :(
Já, það myndi ég gera
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Sven wrote:Ég hef einmitt heyrt um þetta, að gefa tvöfalt af flourish excel til að losna við BBA. Ég hef hinsvegar ekki heyrt um að það sé skaðlegt plöntum, sérstaklega mundi maður halda að vallisnerium þyldu það.
Prein, ertu viss um að excel lækki ekki sýrustigið?
Þetta seigir framleiðandi allaveganna:
The combination is particularly ideal for situations when continuing to add CO2 could result in dangerously low pH levels.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég hef lent í að tvær tegundir af valisneriu leystust svona upp, var einmitt eitthvað að eiga við næringu og setti flourish excel svo að nú hef ég sennilega skýringu! góðu fréttirnar eru að ræturnar hjá mér lifðu þetta alveg af og það óx allt upp aftur svo ég myndi passa að leyfa rótunum að vera í friði og sjá hvort þetta jafnar sig!
Post Reply