Smá spurning í sambandi við smá pælingu.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Smá spurning í sambandi við smá pælingu.

Post by Gremlin »

Ég er að spá í að setja gróður í 180l búrið mitt og var að velta því fyrir mér hvort ég þyrfti eitthvað sérstakt undirlag undir mölina sem verður að öllum líkindum 2-3mm, hvort ég gæti ekki bara skellt nokkrum plöntum í búrið án sérstaks undirlags.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þú getur notað töflur í staðin fyrir svona undirlag sem þú stingur niður með rótunum.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég skil en ef ég myndi fá mér undirlag undir mölina hvað myndu vanir menn ráðleggja að hafa undirlagið þykkt, 2-3cm og 2cm af möl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Í gróðurbúrum er yfirleitt notað minnst 5cm þykkt lag af möl. Þú getur sett eithvað svona gróður stuff undir mölina, það hjálpar náttúrulega bara til, en þá þarftu bara að fara varlega í allt rask eftir að það er búið að fylla búrið.
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

sælir
keipti notað búr ,það var akurat svona gróðurmöl undir mölini, lét ekki tæma það alveg svo ég þirfti ekki að koma flóruni í gang upp á nýtt.

kem aldrei til með að setja svona í búr hjá mér , tók langan tíma að hreinsa gömlu mölina úr þegar ég skifti út ljósu mölini fyrir dökka.
vatnið varð brúnt og ég þurfti að skifta út 80% af vatninu og bíða í nokkra tíma eftir því að dælan hreinsaði rest áður en ég þorði að setja fiskana í búrið aftur .

kveðja
erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Post Reply