Enn annað gróðurbúr
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Enn annað gróðurbúr
Hérna eru myndir af búrinu mínu. Ég er afleitur ljósmyndari og mun reyna að ná betri myndum síðar. Þetta er "ongoing project" og ég er langt frá því að vera ánægður með þetta. Það eru rúmir tveir mánuðir síðan ég startaði búrinu upp á nýtt, en það hafði verið lengi í niðurníðslu og svo til gróðurlaust.
Er að læra á hvernig maður setur inn myndir. Held ég sé búinn að átta mig á þessu. Fleiri myndir væntanlega síðar.
Er að læra á hvernig maður setur inn myndir. Held ég sé búinn að átta mig á þessu. Fleiri myndir væntanlega síðar.
Last edited by turtle on 27 Mar 2010, 19:01, edited 5 times in total.
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Hér eru fínar leiðbeiningar um þetta.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=318
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=318
Ég er með heimasmíðað búr og lok. Er með fjórar 36w T8 flúrperur í lokinu. Þrjár af perunum eru arcadia freshwater og ein arcadia orginal tropical (red spectrum).
Grasið á myndinni er sagittaria subulata. Er reyndar einnig með tvær tegundir af eleocharis (held það sé eleocharis acicularis og parvula) sem líkist grasi mun meira. Þessar plöntur hafa ekki vaxið eins hratt og sagittaria subulata.
Grasið á myndinni er sagittaria subulata. Er reyndar einnig með tvær tegundir af eleocharis (held það sé eleocharis acicularis og parvula) sem líkist grasi mun meira. Þessar plöntur hafa ekki vaxið eins hratt og sagittaria subulata.
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Bambusrækjan - Ég er bara með þrjá bosemani. Ég hef skoðað fleiri tegundir en ekki enn komið því í verk að bæta við tegundum. Ég er nokkuð hrifinn af bosemani. Mjög harðgerðir, fallegir og láta plönturnar vera.
Sven - Ég er sammála þér með að vanti rætur og grjót í búrið. Mér langar til að bæta við rótum með mosavöxnum greinum sem standa upp í vatnið. Er t.d. mjög veikur fyrir eftirfarandi búri:
http://showcase.aquatic-gardeners.org/2 ... ol=3&id=84
Hef bara ekki fundið neitt af viti til að nota í það í verslunum hér í bænum. Ég hef notað birkirætur sem ég hef fundið sjálfur og er helst að spá í að gera það aftur. Hún grotnar reyndar hratt niður. Hafa einhverjir skoðun á því? Varðandi steina, þá er ég með steina í búrinu sem ég fann á ákveðnum stað í Borgarfirði. Þetta eru ljósir steinar og hafa komið vel út. veiti ekki hvaða steintegund en stefni á að ná í fleiri við fysta tækifæri.
Sven - Ég er sammála þér með að vanti rætur og grjót í búrið. Mér langar til að bæta við rótum með mosavöxnum greinum sem standa upp í vatnið. Er t.d. mjög veikur fyrir eftirfarandi búri:
http://showcase.aquatic-gardeners.org/2 ... ol=3&id=84
Hef bara ekki fundið neitt af viti til að nota í það í verslunum hér í bænum. Ég hef notað birkirætur sem ég hef fundið sjálfur og er helst að spá í að gera það aftur. Hún grotnar reyndar hratt niður. Hafa einhverjir skoðun á því? Varðandi steina, þá er ég með steina í búrinu sem ég fann á ákveðnum stað í Borgarfirði. Þetta eru ljósir steinar og hafa komið vel út. veiti ekki hvaða steintegund en stefni á að ná í fleiri við fysta tækifæri.
Ég tók eftir um daginn að ein demantstetran í búrinu rak alla aðra fiska frá einni plöntuni í búrinu (Micranthemum umbrosum). Plantan lítur út eins og arfa runni. Ég vissi ekki til að tetrur pössuðu hrognin sín en datt samt í hug að fiskarnir hefðu hrygnt í runnann. Ég prófaði að soga með slöngu sem ég fór með í runnan og ofan í fötu. Viti menn... örfá hrogn komu í ljós. Ég var með þetta síðan í krukku sem ég lokaði af frá ljósi. Setti líka fungus meðal. Það kom hins ekkert úr hrognunum. Ég prófaði aftur að soga í runnann fyrir þremur dögum og þá fékk ég 4 seiði sem ég er með í krukku nú. Eru ekki byrjuð að synda. Prófaði aftur að soga í runnann áðan og það komu örfá hrogn. Ég hef ekki séð demantstetrurnar hrygna með vissu en sá glowligt tetrur hrygna. Veit þ.a.l. ekki 100% hvaða seiði/hrogn þetta eru. Setti af stað infusoriu í fyrradag. Hef held ég bara einu sinni reynt að ala svona lítil seiði (dverggúramí) og það gekk aldrei vel. Einhver sem getur gefið mér góð ráð?
Svo fer að líða að því að maður þurfi að grisja plöntur. Hefði áhuga á að skiptast á við einhverja eða jafnvel selja ódýrt.
Svo fer að líða að því að maður þurfi að grisja plöntur. Hefði áhuga á að skiptast á við einhverja eða jafnvel selja ódýrt.
Margir fiskar eru vanmetnir foreldrar og fiskar sem menn telja almennt að hugsi ekkert um hrognin eiga til að reka aðra fiska frá eftir hrygningu.
Ef þú nærð seiðum/hrognum frá og getur sett í sæmilegt búr þá er gott að gefa Infusoriu fyrst og setja í búrið og eitthvað úr aðalbúrinu, td, stein, gróður eða rót, á þessu dóti er oftast fullt af þörung og smákvikindum sem seiðin éta.
Örlítið af harðsoðinni eggrauðu má líka notast við, spirulina duft er líka frábært seiðafóður.
Einnig má mylja venjulegan fiskamat mjög smátt og leysa upp í vatni og setja svo nokkra dropa í búrið.
Ef þú nærð seiðum/hrognum frá og getur sett í sæmilegt búr þá er gott að gefa Infusoriu fyrst og setja í búrið og eitthvað úr aðalbúrinu, td, stein, gróður eða rót, á þessu dóti er oftast fullt af þörung og smákvikindum sem seiðin éta.
Örlítið af harðsoðinni eggrauðu má líka notast við, spirulina duft er líka frábært seiðafóður.
Einnig má mylja venjulegan fiskamat mjög smátt og leysa upp í vatni og setja svo nokkra dropa í búrið.
Það eru ennþá þrjú seiði sem ekki eru farin að synda enn. Var að hugsa um að setja þau í lítið plastbúr sem ég er með undir nokkrar rækjur og reyna að fóðra þau þar. Það er fullt af þörungi í búrinu þar sem ég er með ljós á því allan sólarhringinn.
Varðandi birkigreinar, er það líklega rétt að sleppa því. Vera heldur þolinmóður og bíða eftir að draumarótin birtist í einhverri dýrabúðinni
Varðandi birkigreinar, er það líklega rétt að sleppa því. Vera heldur þolinmóður og bíða eftir að draumarótin birtist í einhverri dýrabúðinni
Er með þrjú tetruseiði sem eru orðin nokkuð stór og farin að éta micro-orma. Er reyndar ekki alveg viss hvaða tegund þau eru. Gæti verið glowligt, svartneon eða demantstetra. Verður spennandi að sjá. Er með nokkur sem eru á kviðpokaskeiði enn. Hef ekki almennilega komist upp á lag með að fóðra þau fyrstu vikuna.