Ný í gróðurbúrum
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Ný í gróðurbúrum
Jæja ég ætla fara skella mér í fiskabúrið aftur, ég var að rækta Amerískar Síkleur einu sinni en fékk leið á því.
Nú langar mig að prófa svona gróðurbúr.
Hvað þarf að kaupa?
Nú býðst mér 25L sexhyrnt búr, er það nóg og verður það einhvað spes?
Hvernig ljós þarf maður að vera með?
Svo langar mig að bæta einhverjum tetrum með og kannski rækjum.
Hvar er mesta úrvalið afgróðri og hagstæðast að versla?
Hvað er best að vera í botninum?
Tek það framm aftur að ég er algerlega glær í þessu og veit ekkert um þetta, en langar ómótstæðilega til að prófa þetta.
Miðað við það sem ég hef séð hérna, þá er þetta einhvað svo kósí að hafa þetta inní stofu hjá sér
Allar ábendingar vel þegnar
Nú langar mig að prófa svona gróðurbúr.
Hvað þarf að kaupa?
Nú býðst mér 25L sexhyrnt búr, er það nóg og verður það einhvað spes?
Hvernig ljós þarf maður að vera með?
Svo langar mig að bæta einhverjum tetrum með og kannski rækjum.
Hvar er mesta úrvalið afgróðri og hagstæðast að versla?
Hvað er best að vera í botninum?
Tek það framm aftur að ég er algerlega glær í þessu og veit ekkert um þetta, en langar ómótstæðilega til að prófa þetta.
Miðað við það sem ég hef séð hérna, þá er þetta einhvað svo kósí að hafa þetta inní stofu hjá sér
Allar ábendingar vel þegnar
Begga (manneskjan), Ída og Fluga Schaferarnir og Gulli og Gríla Gullafiskarnir
-
- Posts: 126
- Joined: 19 Jan 2010, 21:38
- Location: Sandgerði/Reykjanesbær
Ég er búinn að vera skoða gróður síðustu vikur og er enn að leita af vissum tegundum. En ég held að trítla og dýragarðurinn eigi yfirleitt mesta úrvalið þó að það sé kannski ekki mikið.
Getur samt látið fiskabúðirnar panta fyrir þig það sem þú vilt svosem.
Getur auglýst hérna á spjallinu eftir plöntum, kannski eiga eitthverjir spjallverjar afklippur sem þeir gætu látið þig fá.
Getur samt látið fiskabúðirnar panta fyrir þig það sem þú vilt svosem.
Getur auglýst hérna á spjallinu eftir plöntum, kannski eiga eitthverjir spjallverjar afklippur sem þeir gætu látið þig fá.
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Lýsingin skiptir miklu máli í sambandi við vöxt planta og ekki síður val á plöntum. Ef lýsingin er ekki mikil er hægt að velja plöntur sem þola litla birtu. Það er gott að hafa næringu undir mölinni , það er hægt að kaupa alskonar tegundir í dýrabúðum. Svo er bara að ná jafnvægi á plöntuvöxt vs þörungavöxt. Ég mæli með að þú hafir til að byrja með plöntur sem eru duglegar að sía næringu úr vatninu , svo þörungurinn fari ekki í rugl. það má svo skipta þeim út seinna þegar aðrar plöntur hafa náð sér á strik. Ég mæli einnig með að byrja með "auðveldar " plöntur til að byrja með. Þú getur fundið út lýsinguna sem þú ert með , með því að deila W í L. T.d ef þú ert með 30 W peru í 60 L búri , þá er lýsingin 30/60 = 0.5 W á L sem væri fín lýsing fyrir flestar plöntur. Gangi þér vel
...
En getiði sagt mér eitt, get ég notað bambus í gróður búr. Ég meina lyfa einhverjar tetrur eða rækjur með bambusinum?
Ég nefninlega svo svakalega mikið af bambus hérna heima, og mér hefur alltaf langað að setja hann í fiskabúr/gróðurbúr.
Ég nefninlega svo svakalega mikið af bambus hérna heima, og mér hefur alltaf langað að setja hann í fiskabúr/gróðurbúr.
Begga (manneskjan), Ída og Fluga Schaferarnir og Gulli og Gríla Gullafiskarnir
Hef prófað að vera með bambus í fiskabúrum. Það er ekkert vandamál. Bambusinn grotnar smám saman niður á svona 2-4 árum. Ég var með bambusinn þannig að ég boraði nokkur göt í fjöl/borð/spýtu og tróð bambusinum ofan í götin. Flottast að hafa suma bambusana beina og aðra á ská. Síðan var fjölin með bambusnum sett ofan í búrið og mölin sett ofan á fjölina.
..
hehe ég var einmitt að tala um þannig bambus þennal luckyturtle wrote:Ég var að tala um bambus prik nota bene. Ekki lucky bamboo eins og var í tísku hér um árið
Mundi bara ekki eftir að það var víst eitt annað nafn á undann bambus.
Begga (manneskjan), Ída og Fluga Schaferarnir og Gulli og Gríla Gullafiskarnir
..
Ég hef ekkert meðhöndlað þennann eina sem ég keypti mér fyrir 6 árum síðan. Hinir eru allir afleggjarar af honum.
Þeir hafa bara verið þarna útí glugga hjá mér í einhverjum vösum. Og fá vatn við og við þegar það byrjar að tæmast hjá mér
Þeir hafa bara verið þarna útí glugga hjá mér í einhverjum vösum. Og fá vatn við og við þegar það byrjar að tæmast hjá mér
Begga (manneskjan), Ída og Fluga Schaferarnir og Gulli og Gríla Gullafiskarnir