Þarf smá gróður tips.

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Þarf smá gróður tips.

Post by Gilmore »



Ég er með 180 l búr sem ég er að spá í að nota undir regnbogafiska aðallega og eitthvað með.

Mig langaði að vera með einhvern einfaldan og harðgerðan gróður sem gerir ekki kröfur á ljós og CO2.....eina sem ég þekki er Javamosi og Egaria Densa, er eitthvað annað harðgert sem ég gæti notað?

Svo er annað, get ég sett gróðurinn í búrið þegar það er nýuppsett eða þarf ég að bíða eftir að bakteríuflóran nái jafnvægi eins og með fiskana?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég mæli með vallisnerium . Þær eru uppistaðan í mínum gróðurbúrum. Annars að öðru, þá er 180 L í minna lagi fyrir stærri gerðir af regnbogum. Ég mæli með að fá þér smærri gerðir af regnbogum í slíkt búr. Regnbogar njóta sín ekki ef þeir eru í of litlu búri. En þetta er bara mín skoðun og alls ótengd gróðurpælingum :) Gangi þér vel
Last edited by Bambusrækjan on 28 Mar 2010, 13:32, edited 2 times in total.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Ég mæli með að þú lesir greinina í þessum þræði.
Þar eru mörg tips yfir hvað þarf til að halda fallegt gróðurbúr.

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=6225
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Re: Þarf smá gróður tips.

Post by Bambusrækjan »

Gilmore wrote:

Svo er annað, get ég sett gróðurinn í búrið þegar það er nýuppsett eða þarf ég að bíða eftir að bakteríuflóran nái jafnvægi eins og með fiskana?
Nei í raun ekki, þó eru líkur á brúnþörungi meiri í búri sem ekki hefur náð bakteríu jafnvægi hef ég heyrt. Skiptir í raun meira máli að halda þörungi niðri til að byrja með í sambandi við gróður.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

athugaðu anubias og burkna, t.d. java fern
Post Reply