Nú langar mig að prófa svona gróðurbúr.
Hvað þarf að kaupa?
Nú býðst mér 25L sexhyrnt búr, er það nóg og verður það einhvað spes?
Hvernig ljós þarf maður að vera með?
Svo langar mig að bæta einhverjum tetrum með og kannski rækjum.
Hvar er mesta úrvalið afgróðri og hagstæðast að versla?
Hvað er best að vera í botninum?
Tek það framm aftur að ég er algerlega glær í þessu og veit ekkert um þetta, en langar ómótstæðilega til að prófa þetta.
Miðað við það sem ég hef séð hérna, þá er þetta einhvað svo kósí að hafa þetta inní stofu hjá sér


Allar ábendingar vel þegnar