Ameríkusíkliður - Myndir
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Ameríkusíkliður - Myndir
Hérna er ég með 720l búr með Ameríkusíkliðum.
Búr: 720l Aquastabil
Dæla: Eheim Professionel III 2080.
Ljós: 8x30w flúrperur. Lýsing breytileg eftir stemmningu.
Fiskar: 3stk Red Óscar
1 stk Tiger Óskar
2 stk Black Belt
1 stk Texas
1 stk Lítill Mídas
1 stk Lítill Trimac
1 stk Nicaraguense
1 stk Green Terror (Villtur)
3 stk Ancistrus (Fullvaxnir)
2 stk Ancistrus Gold (Fullvaxnir)
1 stk Tiger Pleggi
1 stk Óþekktur Pleggi
10 stk Clown Loaches
2 stk Walking Catfish
Hérna koma nokkrar myndir. Ýmsar breytingar hafa orðið á fiskunum en síðustu myndirnar eru af búrinu eins og það er núna.
Svona er búrið í dag.
Búr: 720l Aquastabil
Dæla: Eheim Professionel III 2080.
Ljós: 8x30w flúrperur. Lýsing breytileg eftir stemmningu.
Fiskar: 3stk Red Óscar
1 stk Tiger Óskar
2 stk Black Belt
1 stk Texas
1 stk Lítill Mídas
1 stk Lítill Trimac
1 stk Nicaraguense
1 stk Green Terror (Villtur)
3 stk Ancistrus (Fullvaxnir)
2 stk Ancistrus Gold (Fullvaxnir)
1 stk Tiger Pleggi
1 stk Óþekktur Pleggi
10 stk Clown Loaches
2 stk Walking Catfish
Hérna koma nokkrar myndir. Ýmsar breytingar hafa orðið á fiskunum en síðustu myndirnar eru af búrinu eins og það er núna.
Svona er búrið í dag.
Last edited by Gilmore on 16 Sep 2007, 18:38, edited 2 times in total.
ÆÐISLEGT búr ,ég er stórhrifinn ..
hvernig er skapið í black belt ?
hvað verða göngukisurnar stórar aftur ? ertu ekkert smeykur um að þær klári litlu fiskana í búrinu ?
ertu bara með eina dælu við þetta búr ?
hversu oft skiptir þú út vatni ? og hvað mikið í einu ?
ertu að mæla nitrAt og þvíumlikt ? hverjar eru þá mælingarnar ?
úff sorry spurningarnar maður en ég bara verð
hvernig er skapið í black belt ?
hvað verða göngukisurnar stórar aftur ? ertu ekkert smeykur um að þær klári litlu fiskana í búrinu ?
ertu bara með eina dælu við þetta búr ?
hversu oft skiptir þú út vatni ? og hvað mikið í einu ?
ertu að mæla nitrAt og þvíumlikt ? hverjar eru þá mælingarnar ?
úff sorry spurningarnar maður en ég bara verð
Jæja
Black Belt eru frekar rólegar, bara eins og Veja síkliður eru. Þær eru með sitt pláss í búrinu og passa það og geta vel varið sig.
Ég er bara með þessa einu dælu en hún á að duga fyrir 1200 lítra búr og dælir 1700l. Það er svaka kraftur í henni og hún er með 2 inntök, þannig að hún tekur inn vatn báðum megin í búrinu. Það mælist ekkert ammonia eða nitrit en ég hef reyndar aldrei mælt nitrAt, en það getur ekki verið mikið því að þörungur sést ekki í búrinu, er reyndar með 7 stk Ancistrus og plegga sem halda honum niðri líka. Ég skipti um vatn vikulega (20 - 30%). Búrið er alltaf skínandi tært en það gæti verið að ég bæti seinna við minni backup dælu til að fá meiri mechanic hreinsun. Það er alveg yfirdrifið af biofilter í dælunni en það er smávegis af drasli fljótandi í vatninu og þá er fínt að fá aukafilter til að sía það út....t.d. keramikhringi eða bara svampa. Það er nú engin smá læti þegar matartími er.....ég meina 4 stk Óskar!!!!
Walking Catfish - Clarias batrachus
Ég er ekkert sérstaklega hræddur um að þessir catfiskar borði þessa minni. Ef þeir fá nóg að borða þá láta þeir þá í friði, annars eru síkliðurnar það stórar að þeir eiga ekkert við þær, en þeir gætu svo sem alveg komið Bótíunum upp í sig, en þeir hafa látið þær í friði hingað til. Þeir eru alveg ótrúlega gráðugir, borða ALLT. Maginn á þeim er alltaf útþaninn, mjög gott þegar þeir hreinsa upp eftir síkliðurnar. Þessir fiskar geta orðið um 40cm, þannig að þeir eiga eftir að stækka aðeins meira.
Það merkilegasta við þennan fisk er að hann getur "labbað" á landi eins og nafnið gefur til kynna. Hann á það til í náttúrunni að flytja sig á milli vatnasvæða ef honum líkar ekki vistin þar sem hann er. Þeir geta víst lifað umtalsvert lengi á landi þvi þeir hafa einhverskonar lungu til að anda með en þeir meiga hinsvegar ekki þorna, þá deyja þeir. Þeir borða líka eitthvað smávægilegt sem þeir finna á landi, svo sem skordýr eða lítil nagdýr, en þá þurfa þeir að vera orðnir illa haldnir því þeir lifa aðallega á fiski. í fiskabúrum geta þeir auðveldlega komist uppúr búrinu ef lokið er ekki nógu öruggt. Ég prófaði einusinni að setja annan fiskinn á gólfið, og viti menn hann kjagaði þvert yfir íbúðina á uggunum.....ótrúlegt að sjá.
Black Belt eru frekar rólegar, bara eins og Veja síkliður eru. Þær eru með sitt pláss í búrinu og passa það og geta vel varið sig.
Ég er bara með þessa einu dælu en hún á að duga fyrir 1200 lítra búr og dælir 1700l. Það er svaka kraftur í henni og hún er með 2 inntök, þannig að hún tekur inn vatn báðum megin í búrinu. Það mælist ekkert ammonia eða nitrit en ég hef reyndar aldrei mælt nitrAt, en það getur ekki verið mikið því að þörungur sést ekki í búrinu, er reyndar með 7 stk Ancistrus og plegga sem halda honum niðri líka. Ég skipti um vatn vikulega (20 - 30%). Búrið er alltaf skínandi tært en það gæti verið að ég bæti seinna við minni backup dælu til að fá meiri mechanic hreinsun. Það er alveg yfirdrifið af biofilter í dælunni en það er smávegis af drasli fljótandi í vatninu og þá er fínt að fá aukafilter til að sía það út....t.d. keramikhringi eða bara svampa. Það er nú engin smá læti þegar matartími er.....ég meina 4 stk Óskar!!!!
Walking Catfish - Clarias batrachus
Ég er ekkert sérstaklega hræddur um að þessir catfiskar borði þessa minni. Ef þeir fá nóg að borða þá láta þeir þá í friði, annars eru síkliðurnar það stórar að þeir eiga ekkert við þær, en þeir gætu svo sem alveg komið Bótíunum upp í sig, en þeir hafa látið þær í friði hingað til. Þeir eru alveg ótrúlega gráðugir, borða ALLT. Maginn á þeim er alltaf útþaninn, mjög gott þegar þeir hreinsa upp eftir síkliðurnar. Þessir fiskar geta orðið um 40cm, þannig að þeir eiga eftir að stækka aðeins meira.
Það merkilegasta við þennan fisk er að hann getur "labbað" á landi eins og nafnið gefur til kynna. Hann á það til í náttúrunni að flytja sig á milli vatnasvæða ef honum líkar ekki vistin þar sem hann er. Þeir geta víst lifað umtalsvert lengi á landi þvi þeir hafa einhverskonar lungu til að anda með en þeir meiga hinsvegar ekki þorna, þá deyja þeir. Þeir borða líka eitthvað smávægilegt sem þeir finna á landi, svo sem skordýr eða lítil nagdýr, en þá þurfa þeir að vera orðnir illa haldnir því þeir lifa aðallega á fiski. í fiskabúrum geta þeir auðveldlega komist uppúr búrinu ef lokið er ekki nógu öruggt. Ég prófaði einusinni að setja annan fiskinn á gólfið, og viti menn hann kjagaði þvert yfir íbúðina á uggunum.....ótrúlegt að sjá.
Það er talað um walkin catfisf sem stærsta vandamálið af völdum búrfiska í Bandarískri náttúru. Fiskurinn hreinlega þurkar upp minni vötn og tjarnir og svo hreinlega labbar í næstu tjörn. Dæmi eru um að nokkur hundruð kíló af þessum fiskum hafi veiðst í tjörnum og smærri vötnum.
Margir fiskaræktendur (fish farmers) hafa girt af ræktunartjarnir sínar og kör vegna þessara fiska.
Hér er hugmynd gárunga til lausnar á vandamálinu.
Margir fiskaræktendur (fish farmers) hafa girt af ræktunartjarnir sínar og kör vegna þessara fiska.
Hér er hugmynd gárunga til lausnar á vandamálinu.
Komiði sæl og ég þakka áhugann.
Málið er að ég er í vandræðum að losna við svartan hárþörung sem er kominn út um allt. Ég er með fullt af Brúsknefum sem hreinsa upp allan þörung nema þennan svarta. Ég er að leita að stórum hóp af SAE til að taka á þessu en þær virðast hvergi vera til nema kannski 1 stk í fiskabúr.is. Svo er líka frekar líklegt að þær verði étnar um leið og þær fara í búrið. Ég nenni ekkert að vera að mynda búrið á meðan þessi þörungur er út um allt, það sést varla í bakgrunninn fyrir þessu. Búrið verður eitthvað svo dökkt og litlaust svona.
Ég hef reyndar aldrei lent í að vera með hárþörung áður. Gæti verið að hann sé að koma núna vegna þess að allur annar þörungur er étinn og þá nær sá svarti sér á strik. Þörungurinn er svo fastur að það er ekki einu sinni hægt að bursta þetta af.
En ég hef líka verið að spá í að setja þörungaeyði í búrið og hafa ljósið slökkt í viku eða svo. Hvað haldi þið um það? Gæti það virkað?
Málið er að ég er í vandræðum að losna við svartan hárþörung sem er kominn út um allt. Ég er með fullt af Brúsknefum sem hreinsa upp allan þörung nema þennan svarta. Ég er að leita að stórum hóp af SAE til að taka á þessu en þær virðast hvergi vera til nema kannski 1 stk í fiskabúr.is. Svo er líka frekar líklegt að þær verði étnar um leið og þær fara í búrið. Ég nenni ekkert að vera að mynda búrið á meðan þessi þörungur er út um allt, það sést varla í bakgrunninn fyrir þessu. Búrið verður eitthvað svo dökkt og litlaust svona.
Ég hef reyndar aldrei lent í að vera með hárþörung áður. Gæti verið að hann sé að koma núna vegna þess að allur annar þörungur er étinn og þá nær sá svarti sér á strik. Þörungurinn er svo fastur að það er ekki einu sinni hægt að bursta þetta af.
En ég hef líka verið að spá í að setja þörungaeyði í búrið og hafa ljósið slökkt í viku eða svo. Hvað haldi þið um það? Gæti það virkað?
Það er til fullt af SAE í Dýragarðinum og ef ég þekki þá rétt þá myndu þeir örugglega slá af verðinu ef þú fengir þér torfu. Þessir fiskar eru snöggir og synda hratt þannig það þarf ekkert að vera að síkliðurnar þínar éti þá alla.
Hrikalegt að heyra með þennan þörung. Ég er logandi hræddur við þessa þörunga alla saman. Shiiii.....
En ég gerði þráð um botnfiska og þörungaætur um daginn og það virðist vera sem svo að á eftir brúsknefjum þá séu sae duglegustu þörungaæturnar.
Hrikalegt að heyra með þennan þörung. Ég er logandi hræddur við þessa þörunga alla saman. Shiiii.....
En ég gerði þráð um botnfiska og þörungaætur um daginn og það virðist vera sem svo að á eftir brúsknefjum þá séu sae duglegustu þörungaæturnar.
Ég kíki í Dýragarðinn og prófa nokkra SAE.
Vargur hárþörungurinn er bara í stóra Ameríkubúrinu og þetta hefur verið að myndast hratt síðustu 2 - 3 vikur. Það er ekki snefill af öðrum þörung í búrinu, þannig að SAE er eina lausnin.
Hvað er annars almennt verð á SAE?......vonandi ekki of dýrir, því að það eru góðar líkur á að þær endi sem snakk.
Vargur hárþörungurinn er bara í stóra Ameríkubúrinu og þetta hefur verið að myndast hratt síðustu 2 - 3 vikur. Það er ekki snefill af öðrum þörung í búrinu, þannig að SAE er eina lausnin.
Hvað er annars almennt verð á SAE?......vonandi ekki of dýrir, því að það eru góðar líkur á að þær endi sem snakk.
sæll !
þörungurinn . er þetta hárþörungur eða skeggþörungur ? áttu myndir ?
hefur þú mælt nitrat nýlega ?
hefur þú mælt fosfatið í búrinu ? það kemur slatti með kranavatninu .
hefur þú bætt einhverju í búrið eða dælur síðustu vikur ? (fisk-plöntu-steinum hvað sem er ?)
eitthvað nýtt fóður í gangi ?
eitthvað sem þér dettur í hug í sambandi við þennan leiðindaþörung?
þessi púki kemur í flestum ef ekki öllum ameríkubúrum sem ég hef séð eða heyrt um (á endanum).
matarósiðir amerískusíkliðanna spilar eitthvað hlutverk þar sem og óhemju úrgangur frá þeim svo tíð vatnaskipti eru mikið atriði til að ná niður nitrati . .
og svo gefa minna fóður . það er bara svo gaman að gefa vel ...
sae og granna (til í dýragarðinum) ættu að éta þennan þörung en það er erfitt að fá þá í í góðri stærð . . í búrum einsog okkar enda þeir sem snakk ef of litlir. . .
og svo er bara þrautalendingin að rífa allt úr búrinu og þrífa vel . .
rætur í uppþvottavelina (án sápu) ...eða þurrka þær og munda vírburstan.
ég er að berjast við skeggþörung lika og virðist hann á undanhaldi þessa dagana en samt .
fékk mér fosfateyði í fiskó
lækkaði hitastigið í 24 c
minnkaði fóðurgjöf (er samt að gefa of mikið)
og minnkaði ljósatíman
fækkaði fiskum
annars vill ég ekki vera að rugla of mikið í búrinu þar sem ég hef áhuga á að sjá súkkurnar mínar koma upp seiðum sjálfar. .
þörungurinn . er þetta hárþörungur eða skeggþörungur ? áttu myndir ?
hefur þú mælt nitrat nýlega ?
hefur þú mælt fosfatið í búrinu ? það kemur slatti með kranavatninu .
hefur þú bætt einhverju í búrið eða dælur síðustu vikur ? (fisk-plöntu-steinum hvað sem er ?)
eitthvað nýtt fóður í gangi ?
eitthvað sem þér dettur í hug í sambandi við þennan leiðindaþörung?
þessi púki kemur í flestum ef ekki öllum ameríkubúrum sem ég hef séð eða heyrt um (á endanum).
matarósiðir amerískusíkliðanna spilar eitthvað hlutverk þar sem og óhemju úrgangur frá þeim svo tíð vatnaskipti eru mikið atriði til að ná niður nitrati . .
og svo gefa minna fóður . það er bara svo gaman að gefa vel ...
sae og granna (til í dýragarðinum) ættu að éta þennan þörung en það er erfitt að fá þá í í góðri stærð . . í búrum einsog okkar enda þeir sem snakk ef of litlir. . .
og svo er bara þrautalendingin að rífa allt úr búrinu og þrífa vel . .
rætur í uppþvottavelina (án sápu) ...eða þurrka þær og munda vírburstan.
ég er að berjast við skeggþörung lika og virðist hann á undanhaldi þessa dagana en samt .
fékk mér fosfateyði í fiskó
lækkaði hitastigið í 24 c
minnkaði fóðurgjöf (er samt að gefa of mikið)
og minnkaði ljósatíman
fækkaði fiskum
annars vill ég ekki vera að rugla of mikið í búrinu þar sem ég hef áhuga á að sjá súkkurnar mínar koma upp seiðum sjálfar. .
Jæja hérna kemur update og myndir:
Ég fór í Dýragarðinn á föstudaginn og náði í 12 stk SAE. Þær voru étnar á innan við klukkutíma. Þetta var líka þvílík bjartsýni að setja þessa agnarsmáu fiska innan um þessa gráðugu risa. Þá veit ég allavega að þessi aðferð gengur ekki.
Ég tók allan laugardaginn í að vesenast í búrunum. Mestur tíminn fór þó í Ameríkubúrið. Ég tæmdi 80 - 90% af vatninu og tók allt upp úr búrinu (nema fiskana). Ég burstaði bakgrunninn með hörðum uppþvottabursta (vírbursti hefði skemmt hann), svo skolaði ég og skrúbbaði steina, rætur og annað sem er í búrinu. Ég lét leka sjóðandi vatn niður eftir bakgrunninum til að reyna að drepa Hárþörunginn, því það dugar skammt að reyna bara að bursta hann af. Ég tók 4 - 5 tíma í að fylla búið aftur svo að fiskarnir yrðu ekki fyrir miklu sjokki. Ég lét bara leka rólega í búrið og bætti heitu vatni úr hraðsuðukatli reglulega útí svo hitastigið lækkaði ekki of mikið.
Einhverjum finnst þetta kannski brutal aðgerðir. En búrið lítur allavega nokkuð vel út núna. Hárþörungurinn er frekar illa leikinn eftir þessa meðferð og ég er að vona að hann bara drepist og hverfi í bili. Vatnið er alveg kristaltært og fiskarnir eldhressir og þeir kipptu sér ekki mikið upp við þessar aðgerðir.
Ég færði nokkrar afríkusíkliður úr Frotosabúrinu yfir í þetta stóra, vegna óláta. Ég finn svo eitthvað út úr því seinna. Held að maður verði að bæta við búri fljótlega. :/
Hér eru myndir sem ég tók stuttu eftir að ég tók búrið í gegn:
Ég fór í Dýragarðinn á föstudaginn og náði í 12 stk SAE. Þær voru étnar á innan við klukkutíma. Þetta var líka þvílík bjartsýni að setja þessa agnarsmáu fiska innan um þessa gráðugu risa. Þá veit ég allavega að þessi aðferð gengur ekki.
Ég tók allan laugardaginn í að vesenast í búrunum. Mestur tíminn fór þó í Ameríkubúrið. Ég tæmdi 80 - 90% af vatninu og tók allt upp úr búrinu (nema fiskana). Ég burstaði bakgrunninn með hörðum uppþvottabursta (vírbursti hefði skemmt hann), svo skolaði ég og skrúbbaði steina, rætur og annað sem er í búrinu. Ég lét leka sjóðandi vatn niður eftir bakgrunninum til að reyna að drepa Hárþörunginn, því það dugar skammt að reyna bara að bursta hann af. Ég tók 4 - 5 tíma í að fylla búið aftur svo að fiskarnir yrðu ekki fyrir miklu sjokki. Ég lét bara leka rólega í búrið og bætti heitu vatni úr hraðsuðukatli reglulega útí svo hitastigið lækkaði ekki of mikið.
Einhverjum finnst þetta kannski brutal aðgerðir. En búrið lítur allavega nokkuð vel út núna. Hárþörungurinn er frekar illa leikinn eftir þessa meðferð og ég er að vona að hann bara drepist og hverfi í bili. Vatnið er alveg kristaltært og fiskarnir eldhressir og þeir kipptu sér ekki mikið upp við þessar aðgerðir.
Ég færði nokkrar afríkusíkliður úr Frotosabúrinu yfir í þetta stóra, vegna óláta. Ég finn svo eitthvað út úr því seinna. Held að maður verði að bæta við búri fljótlega. :/
Hér eru myndir sem ég tók stuttu eftir að ég tók búrið í gegn:
djö! er þetta alltaf flott búr og þessir óskarar alveg hreint magnaðir. !!
synspilum að taka liti
synspilum að taka liti
Last edited by Hrappur on 28 Jan 2007, 06:37, edited 1 time in total.
- Hrannar E.
- Posts: 98
- Joined: 18 Jan 2007, 06:27
- Location: Grindavík
Rétt hjá sliplips:Router fyrir netið.
Birkir: Nei vatnið varð ekkert svakalega gruggugt því að tunnudælan var í gangi allan tíman. Fiskarnir voru bara rólegir, þetta eru algerir naglar. Lenti reyndar í því þegar ég tók lokið af búrinu að annar BlackBelt stökk uppúr og skoppaði inn í stofu, en honum varð ekki meint af.
Þessir Óskarar eru orðnir helvíti flottir miðað við að þegar ég fékk þá síðasta vor 5 - 6 cm. Þá voru þeir alveg hrikalega litlausir og druslulegir og meira segja fékk ég einn þessara rauðu ókeypis með því að hann var svo lítill og ræfilslegur (kannski 4 cm). En hann er stæðstur núna.
Birkir: Nei vatnið varð ekkert svakalega gruggugt því að tunnudælan var í gangi allan tíman. Fiskarnir voru bara rólegir, þetta eru algerir naglar. Lenti reyndar í því þegar ég tók lokið af búrinu að annar BlackBelt stökk uppúr og skoppaði inn í stofu, en honum varð ekki meint af.
Þessir Óskarar eru orðnir helvíti flottir miðað við að þegar ég fékk þá síðasta vor 5 - 6 cm. Þá voru þeir alveg hrikalega litlausir og druslulegir og meira segja fékk ég einn þessara rauðu ókeypis með því að hann var svo lítill og ræfilslegur (kannski 4 cm). En hann er stæðstur núna.
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Hárþörungurinn er að mestu horfinn, það er bara smá rönd eftir neðst á bakgrunninum, akkúrat þar sem vatnsborðið var þegar ég skipti um vatn og fyrir neðan það. Hann greinilega þolir illa að vera á þurru í einhvern tíma og fá sjóðandi vatn yfir sig.
En djöfull sé ég eftir 5000 kallinum sem fóru í SAE ræflana. Dýrasta fóður sem ég hef keypt. :/
En djöfull sé ég eftir 5000 kallinum sem fóru í SAE ræflana. Dýrasta fóður sem ég hef keypt. :/
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: