Sýking?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gamlingi
Posts: 5
Joined: 16 Feb 2010, 19:42
Location: RKV
Contact:

Sýking?

Post by Gamlingi »


Við erum með 84 l búr og 11 fiska, molly og platy. Við vorum í burtu núna í fimm daga en mamma gaf þeim fyrir okkur einu sinni á dag. núna þegar við komum til baka tókum við eftir sérstaklega á black mollyunum okkar, sem eru 4, að það eru komnir svona hvítir flekkir a þá hálf blöðrukenndir... hefur einhver hugmynd um hvað þetta er og þá hvað er hægt að gera í þvi, þetta virðist samt vera einungis að hrjá mollyana nema við tókum eftir að einn lítill platy var dauður þegar við komum en hann hafði samt verið eitthvað veiklulegur áður en við fórum.
HJÁLP!!

við höfðum samt vatnaskipti áður en við fórum en vatnið er mjög þokukennt og skítugt..
kv
Nýliðar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hljómar eins og fungus, mæli með góðum vatnskiptum og lúku af salti (ef ekki eru plöntur í búrinu).
Gamlingi
Posts: 5
Joined: 16 Feb 2010, 19:42
Location: RKV
Contact:

Vandræðalegt

Post by Gamlingi »

eftir betri skoðun þá sá ég ofar á síðunni "hvítblettaveiki" :) virðast samt vera bæði stærri og eins og blöðrur. En við bættum samt salti út í.
Önnur spurning
ein molly kerling gaut í búrinu okkar fyrir um það bil vikur, tókum ekki eftir því strax þar til allt í einu eitt seiði birtist... við höfðum mjög miklar áhyggjur af því en núna sjáum við fimm og þau eru orðin frekar stór... ættum við að hafa þau áfram í búrinu eða færa þau? fiskarnir virðast láta þau í friði, fyrst þá földu þau sig mjög mikið en núna synda þeir nánast á meðal þeirra.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Láttu seiðin bara vera.
Post Reply