ný byrjuð - vill hafa allt á hreinu ! plz svara ! ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ragnhildur
Posts: 5
Joined: 02 Apr 2010, 19:30

ný byrjuð - vill hafa allt á hreinu ! plz svara ! ?

Post by ragnhildur »

ég hef verið að lesa mér til hérna á fiskaspjallinu og hefur það gagnast mer mjög mikið ! :)

ég er með gubby fiska

það sem ég var aðalega að spá var :

þegar maður setur í fyrsta skipti vatn og allt það í búrið þá þarf einhverskonar nitur hringrás að eiga sér stað - ekki satt ? :?

það sem ég er með í búrinu mínu er einfaldlega bara steina á botninn og vatn

ókei - maður setur kannski bara pínu mat í búrið og lætur það breytast o.s.f (þannig að hringrásin getur klárast)

hvað tekur þessi hringrás oft langan tíma ( eitraðiparturinn) þangað til að ég má setja fiskana ofaní ?

síðan var ég að lesa um þrifin á búrunum - vatnaskiptin og allt það og þá las ég að það væri gott að gera vatnaskipti með slöngu og síðan taka steinana með einhverskonar mölryksugu ?

en ég las líka að nytsamlega bakterían lifi helst á botninum í búrinu eða þar sem mölin er - þá fór ég að hugsa -

þegar maður gerir þessi vatnaskipti og tekur mölina og þrýfur hana - "drepur" maður þá ekki "góðu " bakteríuna ? og þá þarf þessi hringrás oft hvort sem er að byrja aftur og þá byrjar líka þessi eytraði kafli aftur og þá drepast fiskarnir manns hvort sem er - á maður þá ekki að þrýfa steinana ?

síðan las ég á öðrum stað að að "góðu" bakteríurnar lifðu á yfirborði vatnsins og þa hugsasði ég : tekur maður þær þá ekki alltaf þegar maður gerir vatnaskipti o.s.f ?

endilega leiðréttið mig og segið mér hvað er rétt og hvað er rangt - til þess að ég geti látið líf fiskana mína verða sem best ! :)


síðan eitt í viðbót - ég bý svona 1 kls frá rvk og ég ætla kannski að fara með 10-20 stk gubby seiði þangað - hvernig er best að færa þá ?
bara í plastpokum eða ? :?

með fyrir framm þökk um svör :*
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

sæl Ragnhildur

þú þarft ekki að hafa neinar rosalegar á hyggjur af því að drepa fiskana þína til að byrja með ef þú gefur þeim ekki of mikið (bara það sem þeir geta étið á 1/2 - 1 mín) góðu bakteríurnar lifa í vatninu svo aldrei að skipta um allt vatnið og þar sem þær eru í vatninu eru þær allstaðar sem vatnið kemur við líka í dæluni svo passaðu dæluna þína vel og þegar þú þrífur hana gerðu það þá með hreinu vatni sem þú myndir treista þér að setja ungabarn ofaní
ef þú passar þetta og skiptir um vatn einusinni í viku þá er þetta ekkert mál það er passlegt að skipta um svona 30 -60% í hvert skipti

p.s vona að þetta komi þér af stað

kveðja
Ásgeir
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
ragnhildur
Posts: 5
Joined: 02 Apr 2010, 19:30

Post by ragnhildur »

pjakkur007 wrote:sæl Ragnhildur

þú þarft ekki að hafa neinar rosalegar á hyggjur af því að drepa fiskana þína til að byrja með ef þú gefur þeim ekki of mikið (bara það sem þeir geta étið á 1/2 - 1 mín) góðu bakteríurnar lifa í vatninu svo aldrei að skipta um allt vatnið og þar sem þær eru í vatninu eru þær allstaðar sem vatnið kemur við líka í dæluni svo passaðu dæluna þína vel og þegar þú þrífur hana gerðu það þá með hreinu vatni sem þú myndir treista þér að setja ungabarn ofaní
ef þú passar þetta og skiptir um vatn einusinni í viku þá er þetta ekkert mál það er passlegt að skipta um svona 30 -60% í hvert skipti

p.s vona að þetta komi þér af stað

kveðja
Ásgeir
takk fyrir það :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ath líka eitt að þú átt aldrei að TAKA mölina og þrífa hana, þá ert að drepa bakteríuflóruna fyrir utan hvað það er mikið vesen, þú notar malarryksugu til að þrífa mölina á meðan það rennur úr búrinu.


- þráður færður úr Greinar og fræðla yfir í Aðstoð
-Andri
695-4495

Image
ragnhildur
Posts: 5
Joined: 02 Apr 2010, 19:30

Post by ragnhildur »

Andri Pogo wrote:ath líka eitt að þú átt aldrei að TAKA mölina og þrífa hana, þá ert að drepa bakteríuflóruna fyrir utan hvað það er mikið vesen, þú notar malarryksugu til að þrífa mölina á meðan það rennur úr búrinu.


- þráður færður úr Greinar og fræðla yfir í Aðstoð
takk kærlega fyrir ! einmitt það sem mér vantaði mest að vita -

en fyrst að ég hef verið að gera þetta rangt í svolitinn tima -

þá ætla ég að setja burið aftur uppa nytt - eða er það verra ?
því ég hef alltaf tekið mölina uppúr og þvegið hana - o.s.f

hvernig geri ég það ?
eða á ég bara að byrja á þessum vatna skiptum ? - en ef eg er ekki með steina í botnin . Get eg þa ekki bara notað slönguna til að þrifa skit og annað ?
og get ég lika þrifið steinana meðan slangan er að sjuga inn vatni ?
ég veit ekkert hvernig þetta virka - eins og eg segi - var að byrja
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alger óþarfi að setja búrið upp aftur. Nú ferðu bara að gera þetta eins og ráðlagt er hér í þræðinum.

Langbest að ryksuga bara mölina og gera jafnvel vatnskipti um leið ef búrið er ekki stórt með svona malarryksugu eins og í myndbandinu, þrífa svo bara glerið með bursta eða stálull, hreinsa dæluna þegar krafturinn fer að minka og hafa svo litlar áhyggjur af öðrum þrifum.

Regluleg vatnskipti eru svo grunnurinn að góðu fiskabúri.
ragnhildur
Posts: 5
Joined: 02 Apr 2010, 19:30

Post by ragnhildur »

takk kærlega þetta hefur reynst mer mjög vel ! (:

bara eitt i viðbót - má ég hafa gubby seiði í plastpoka (auðvitað með vatni :') ) í 45 - 60 min - i fluttningi ? (:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já já, passaðu bara að hafa mikið loft. td vatn í 1/3 af pokanum og loft í rest.
ragnhildur
Posts: 5
Joined: 02 Apr 2010, 19:30

Post by ragnhildur »

ókei - takk kærlega (:
Post Reply