
ég er með gubby fiska
það sem ég var aðalega að spá var :
þegar maður setur í fyrsta skipti vatn og allt það í búrið þá þarf einhverskonar nitur hringrás að eiga sér stað - ekki satt ?

það sem ég er með í búrinu mínu er einfaldlega bara steina á botninn og vatn
ókei - maður setur kannski bara pínu mat í búrið og lætur það breytast o.s.f (þannig að hringrásin getur klárast)
hvað tekur þessi hringrás oft langan tíma ( eitraðiparturinn) þangað til að ég má setja fiskana ofaní ?
síðan var ég að lesa um þrifin á búrunum - vatnaskiptin og allt það og þá las ég að það væri gott að gera vatnaskipti með slöngu og síðan taka steinana með einhverskonar mölryksugu ?
en ég las líka að nytsamlega bakterían lifi helst á botninum í búrinu eða þar sem mölin er - þá fór ég að hugsa -
þegar maður gerir þessi vatnaskipti og tekur mölina og þrýfur hana - "drepur" maður þá ekki "góðu " bakteríuna ? og þá þarf þessi hringrás oft hvort sem er að byrja aftur og þá byrjar líka þessi eytraði kafli aftur og þá drepast fiskarnir manns hvort sem er - á maður þá ekki að þrýfa steinana ?
síðan las ég á öðrum stað að að "góðu" bakteríurnar lifðu á yfirborði vatnsins og þa hugsasði ég : tekur maður þær þá ekki alltaf þegar maður gerir vatnaskipti o.s.f ?
endilega leiðréttið mig og segið mér hvað er rétt og hvað er rangt - til þess að ég geti látið líf fiskana mína verða sem best !

síðan eitt í viðbót - ég bý svona 1 kls frá rvk og ég ætla kannski að fara með 10-20 stk gubby seiði þangað - hvernig er best að færa þá ?
bara í plastpokum eða ?

með fyrir framm þökk um svör :*