Juwel 180l Vision samfélags búr.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Juwel 180l Vision samfélags búr.

Post by Gilmore »

Þá er ég kominn af stað í fiskana aftur, eftir ca. 2 ára hlé. Ég kíkti inn á spjallið fyrir 2 vikum og nokkrum dögum seinna var ég búinn að kaupa búr hérna á söluþræðinum.

Búrið er Juwel 180l Vision og kemur til með að verða svona blandað samfélagsbúr.

Ég byrjaði á að kítta svartan Juwel bakgrunn í búrið. Svo setti ég einhver sand sem ég fékk með búrinu og fyllti af vatni. Ég fílaði ekki þennan sand, þannig að ég tæmdi búrið og fór út í Geldinganesfjöruna og fann fínan svartan sand þar.

Ég reif orginal Juwel dæluna úr búrinu og er með Rena XP2 tunnudælu í stað hennar.

Núna er ég með 2 Blágúrama og 2 Gullgúrama í búrinu til að koma því af stað, ef fiskarnir lifa þetta af þá verða þeir að sjálfsögðu áfram í búrinu, enda flottir og skemmtilegir fiskar. Best hefði verið að nota gullfiska, en það er ekki spennandi, þannig að ég las mér til um að gúramar eru oft notaðir sem startfiskar því þeir eru harðgerðir. Ég setti líka smá Safe Water í búrið til að hjálpa til, veit samt ekki hvað það gerir mikið gagn, sennilega eitthvað.

Ég keypti líka Javamosa hjá Varg og hann er víraður við 2 rætur. Planið er svo að setja 2 - 3 stk anubias og eitthvað af velsneria í búrið á næstu vikum. Svo ætla ég að bíða í allavega 2 vikur með að bæta fiskum í búrið, en ég mun gera það hægt og rólega, en ekki moka í búrið í einhverju flýti.

Hérna eru nokkrar myndir af búrinu ný uppsettu með 4 gúrömum og Javamosa. Veit ekki með hauskúpuna, en var að hugsa að hún gæti verið góður staður fyrir Kribba:

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Velkomin/nn aftur til leiks :), góð kaup í þessu búri, myndi sleppa kúpunni
Kv. Jökull
Dyralif.is
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

ég myndi sleppa kúpunni
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Já sé til með kúpuna, átti hana bara til.

Rosa fjör í þessum gúrömum, skemmtilegir fiskar. :)
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

líst mjög vel á þetta :góður: :góður:
kristinn.
-----------
215l
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég hef verið að bæta við nokkrum fiskum og slatta af plöntum. Ég ætlaði upphaflega bara að hafa 2 - 3 lifandi plöntur, en núna er ég orðinn hooked þannig að það er komið aðeins meira en það í búrið.

Ég er bara með 2x35w T5 High Light perur í búrinu, og það mundi teljast sem low light fyrir plöntur, en þessar plöntur sem ég hef valið eiga að þrífast vel á því. En ég hef samt verið að lesa að þetta watts per líter er orðin úrelt viðmið, en td þá eiga T5 perur að gefa frá sér meiri orku en T8 perur.

Ég bæti engri kolsýru í vatnið heldur. En ég setti smá Sera Florena næringu í vatnið til að gefa plöntunum smá start, en það á ekki að innihalda neitt Fosfat eða Nitrate

Ég mæli búrið daglega, síðustu daga hefur það verið svona:

NH3=0
NO2=0
NO3=12.5 mg/l

Búrið hefur bara verið í gangi í 10 daga, en ég hef bætt Kingfish Safe Water bakteríuflóru í vatnið, þannig að það virðist vera að virka.

Fiskar:

2 x Blágúrami
2 x Gullgúrami
2x Perlugúrami
6 x litlir SAE

Plöntur:

1 x Anubias Nana
1 x Anubias Caladiifolia 1705
2 x Anubias Angustifolia (komu úr sama pottinum)
1 x Valisneria Nana, skipt niður í nokkra afleggjara
1x Eleocharis Parvila (Dwarf Grass)
2 x Einhverjir laukar sem ég fékk í Dýragarðinu (eiga að spretta blóm úr þeim)
Java Moss, góður slatti.

Image

Image

Eleocharis Parvila, Javamosi og Valisneria Nana (Flott gras.)
Image

Anubias Caladiifolia (flott eintak og svaka rætur undir þessu.)
Image

Anubias Angustifolia (rosa græn, nánast eins og gervi planta.)
Image

Anubias Nana (þörungurinn var á plöntunni þegar ég fékk hana, náði honum ekki af.)
Image

Laukur (Man ekki hvaða tegundir þetta eru.)
Image
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Lofar góðu.
Hvar fékkst þú Eleocharis Parvila?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég held að tegundin á neðstu myndinni sé Steinus Vitlausmyndus.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Síkliðan wrote:Ég held að tegundin á neðstu myndinni sé Steinus Vitlausmyndus.
hehe, ég vona að það vaxi eitthvað útúr þessu, en annars veit ég ekkert um þessa lauka, kostar heldur ekki mikið....varð að prófa.

Ég fékk Eleocharis Parvila í Dýraríkinu Garðabæ, og það voru 1 eða 2 plöntur eftir í dag og svo sá ég eitthvað af þessu líka í vikunni á Grensásveginum. En plönturnar í Garðabænum eru allar virkilega flottar, keypti allar plönturnar þar, nema stóra Anubiasinn, en hann fann ég í Súðarvoginum.

Ég vel bara plöntur sem gera ekki miklar kröfur á ljós og CO2, ég er ekki tilbúinn í þær pælingar núna.

Eleocharis Parvula er það víst en ekki Parvila.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég var að mæla PH og fékk eitthvað á milli 7.5 og 9 (erfitt að lesa úr bláa litnum). Vatnið er búið að vera í búrinu í 10 daga og ég hef ekkert skipt um vatn. Það eru rætur í búrinu sem ég hélt að mundi lækka PH, en ég var að vonast eftir eitthvað í kringum 7, eða eitthvað í græna skalanum allavega.

Svo mældi ég vatnið úr krananum og fékk sama lit (7.5 - 9). Ég lét vatnið standa aðeins áður en ég mældi. hefur einhver mælt vatnið í Grafarholtinu, en ég bý þar. Á ekki vatnið í Reykjavík að vera frekar mjúkt??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kalda vatnið hjá mér í Grafarvogi mælist 7.1 og heita vatnið 7.4 eftir að hafa staðið í sólarhring. Mælirinn sýnir ekki rétta niðurstöðu ef mælt er beint úr krananum.
Mælt með digital mæli.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

mér finnst vatnið alltaf vera mjög basískt hérna heima hjá mér, ca. svona 8
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Það er yfir 7.5 hérna allavega. Veit að það þarf að standa vatnið, en mig minnir að þegar ég mældi það síðast fyrir nokkrum árum þá var það frekar hátt.

Er ekki betra að láta þetta eiga sig í staðinn fyrir að reyna að lækka PH eitthvað, er ekki stöðugleikinn betri en eitthvað flökt? Ég hef aðallega áhyggjur af gróðrinum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég veit ekki með gróðurinn en í flestum tilfellum borgar sig ekkert að hringla í pH fiskana vegna, flestir fiskar þola illa breytingar og hringl með pH en aðlagast ágætlega stöðugu sýrustigi sem er ekki nákvæmlega eftir bókinni.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Hérna eru nýjustu myndir og update. Ég er eitthvað að reyna að fikta í myndavélinni og nota ekki bara auto stillingu.

Skellti Java Fern frá Vargi og Kókoshnetu úr Hagkaup í búrið og fjarlægði hauskúpuna.

Endurnýjaði líka aðra peruna en hún var greinilega úr sér gengin því lýsingin er þvílíkt flottari núna, bara eins og í teiknimynd...hehe. En ég er með fullspectrum Day að framan og Nature peru að aftan. Setti tvær fullspectrum perur til að prófa, en þá var bitan of blá og fiskarnir og bara allt í búrinu litlausara.

Fiskar í búrinu núna:

7 stk Corydoras Schwartzii
7 stk Corydoras Bronze
2 stk Perlúgúramar
2 stk Gullgúramar
2 stk Blágúramar
5 stk SAE

Á innkaupalistanum er:

10 stk Tigerbarbi
10 stk Rasboras eða Glóðartetrur
2 stk Kribbi eða Blue Ram

[img]http://fishfiles.net/up/1004/mhrcpm3n_18.apríl_001.JPG[/img]

[img]http://fishfiles.net/up/1004/jwd7g7j6_18.apríl_004.JPG[/img]

Hérna er Hnetan, heimili fyrir Kribba eða Fiðrildi.

[img]http://fishfiles.net/up/1004/u1gu3o93_18.apríl_005.JPG[/img]

Corys. Þessir Schwartzii eru rosa flottir, minna á býflugur. Svo er Lótusinn að rjúka upp úr lauknum.

[img]http://fishfiles.net/up/1004/1bf31gtj_18.apríl_008.JPG[/img]
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Flott búr og miklu flottara eftir að þú tókst hausinn uppúr. :P
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Svavar wrote:Flott búr og miklu flottara eftir að þú tókst hausinn uppúr. :P
Ég skellti hausnum ofan í gullfiskakúlu sem við erum með hérna í vinnunni. :wink:
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Anubias Nana var að blómstra hjá mér í dag. Er það ekki bara toppurinn?? :)

Rosa flott að sjá, þetta er ekkert smá bjart á litinn og sker sig úr. Svo myndaðist líka nýtt laufblað á plöntunni.

Endist þetta blóm lengi, eða visnar það bara fljótlega?

Image
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Hérna er smá video af búrinu.

Skil ekki afhverju ég fæ alltaf svona lítinn glugga þegar ég uploda á youtube. Var fyrst stærri, svo minnkaði hann þegar þetta var búið að processa.

http://www.youtube.com/watch?v=MEeZgwmpG90

Kallinn spilar svo sjálfur undir. :)
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Post by Einval »

getur sett a fullscreen :wink:
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Búrið er mun flottara núna!
Æðislegir allir coryarnir :)

Blómið blómstrar í 1-2 vikur, svo visnar það.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Meiri viðbætur og breytingar. Ég bætti við nokkrum plöntum t.d. stóra Anubias Barteri, Anubias Nana, Amazon Sword og eitthvað fleira.

Image

Image

Image

Image

Fiskar:

Blágúrami x2
Gullgúrami x2
Perlugúrami x2
Honey Gúrami x2
Dverg Gúrami x1

Tígris Barbi x10
Cherry Barbi x10
Rasbora x5
SAE x4
Kribbi x2
Botia Striata x6

Corydoras Schwartzii x7
Corydoras Sodalis x6
Corydoras Sterbai (Er í pöntun) x6 - 8
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Þetta er orðið að myndarlegu búri hjá þér!

Eru tígrisbarbarnir til friðs hjá þér?
Flottur Anubias.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Flott hjá þér.
Er þetta sverðplanta, þessi rauðleita, frekar framalega fyrir miðju?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sýnist þetta vera tígris lotus.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Þetta er Lótus þarna fremst, óx upp úr fræi(lauk) sem ég setti í búrið fyrir um mánuði.

Tígris barbarnir eru aðallega að bögga Corydoras fiskana, þeir átu sporðana af Bronze Corys og gerðu þá brjálaða, þeir drápust einn af öðrum og nú eru bara tveir eftir, þeir hafa ekki náð að bíta í hinar tegundirnar af Cory en þeir eru stressaðir útaf því að Barbarnir eru oft að sveima í kringum þá.

Ég hélt að Corydoras væru þeir fiskar sem væru alveg safe gagnvart tígris börbunum því þeir eru mest á botninum, en Barbarnir hafa látið aðra fiska alveg í friði.

Ég hugsa að ég losi mig við Tígris barbana fljótlega, því þeir valda óneitanlega stressi í búrinu.......er bara ekki að nenna að veiða þá uppúr......ég þarf að rústa öllu búrinu til þess, en mig langar að skipta þeim út fyrir Purpura barba, en þeir eru fáránlega fallegir. Eru þeir nokkuð eins böggandi og Tígrarnir??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Purpurabarbar eru félagsvænir og láta aðra viska alveg vera.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Ég er með 10 stk af Purpura Börbum í 500l samfélagsbúri og eru þeir allveg til friðs.
Ég var lika með 15 stk af Mosa Börbum, sem eru sömu böggararnir og Tígris Barbarnir og flestir aðrir fiskar voru orðnir tættir og stressaðir.
Það tók smá tíma að ná Mosa Börbunum upp úr og svolítið rask í búrinu en það var sko þess virði.
Þannig að, því fyrr sem þú tekur Barbana upp úr, því ánægðari verða allir, þú líka :wink:
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Býrð bara til kókflöskugildru og fangar þá þannig uppúr búrinu smátt og smátt.
Þá þarftu ekki að raska neinu í búrinu
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

stebbi wrote:Býrð bara til kókflöskugildru og fangar þá þannig uppúr búrinu smátt og smátt.
Þá þarftu ekki að raska neinu í búrinu
Nánari útlistun takk.
Post Reply