Mér til mikillar ánægju þá komst ég að því að plexíbúrið sem mér áskotnaðist fyrir nokkru síðan lekur.
Ég s.s. setti vatn í búrið í gær og núna í kvöld sé ég að það lekur smá.
Þetta er innan við hálfur líter sem það er búið að leka á tæpum sólarhring svo það er ekki mikið.
Hvað notar maður til að gera við svona? Sílíkon?
þetta er í botninum þar sem ein hliðin legst ofaná
Silikon festist afar illa við plexi. Þú verður að fá efni sem henta með því, getur kannski sníkt smávegis í einhverri búllunni sem sérhæfir sig í plexi.
Þú ættir að geta reddað þessu með sílikoni ef þetta er bara smá leki en annars þarf spes lím á svona, ekkert stórmál að fá það hjá þeim sem vinna með plexy.