Nýgræðingur óskar eftir aðstoð.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Nýgræðingur óskar eftir aðstoð.

Post by MIDAS »

Komið þið sæl,

Ég og fjölskyldan vorum að fá okkur gullfiska í fyrsta skiptið. Við ákváðum að kaupa litla 7 lítra kúlu, steina, skraut og eina gerviplöntu. Í þetta búr settum við 2 gullfiska. Ég veit því miður ekki meira um tegund eða annað um þessa fiska. En annar er einlitaður (appelsínugulur) og hinn er marglitaður, s.s. svona doppóttur í hvítum og svörtum litum.

Málið er að við höfum átt þessa fiska í 4 daga og marglitaði fiskurinn er núna dáinn. Hinn er hins vegar í góðum fíling og virðist vera hress og syndir mikið.

Það sem ég var að velta fyrir mér er hvort að eitthvað sé að vatninu eða hvort fiskurinn hafi verið veikur þegar ég keypti hann.

Ég hallast að því að hann hafi verið veikur í upphafi þar sem hinn er í góðum málum, er það röng ályktun hjá mér?

Ég á litla dóttur og hún verður mjög sorgmæd þegar hún sér að það vantar annann fiskinn. Er óhætt fyrir mig að kaupa annan fisk og setja í þetta búr?

Ég er ekki með loftdælu undir steinunum en ég skipti um eitt glas af vatni á hverjum degi, er það nóg eða þarf ég þar til gerða dælu?

Vonandi getur einhver hjálpað okkur við þetta.

kv.
M
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiskurinn getur hafa verið veikur og það er ekki ólíklegt ef hann drepst eftir 4 daga.
7 lítra kúla er ekki merkilegt heimili fyrir 2 gullfiskafiska en með smá áhuga og vinnu má láta það ganga í einhvern tíma.
Loftdæla er þá klárlega málið svo fiskarnir fái súrefni sem er vanalega af skornum skammti og það þarf að skipta um gott betur eitt vatnsglas á dag þó það sé í lagi 1. vikuna, eftir það þarftu að skipta um 50% á ca 2-3 daga fresti og passa að fóðra ekki of mikið.
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Post by MIDAS »

Takk fyrir góð og skjót svör vargur.

Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri ekki merkilegt búr. En ég held að þetta sé ágætis byrjun til að læra inn á allt sem tengist fiskum. Það hefði ekki verið gaman að fara í strax í dýran og flotta pakka ef allt fer svo í rugl.

Ég ætla að fara eftir tilmælum þínum og kaupa svona litla dælu í þetta. Ég var reyndar að velta þá fyrir mér hvort óhætt sé að taka gullfiskinn svona fljótt úr búrinu og setja dæluna í og þá um leið að skipta um 50% af vatninu, en þá auðvitað að blanda saman við gamla vatnið.

Gerði mér ekki grein fyrir því hvað það er margt sem þarf að huga að varðandi umhirðu á gullfiskum. En maður lærir af þessu :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú þarft ekki að taka fiskinn uppúr þegar þú skiptir um vatn eða kemur dælunni fyrir. Það bara stressar hann og eykur líkur á veikindum.

Passaðu líka að þegar þú skiptir vatn að setja vatn í staðinn sem er svipað heitt og vatnið sem var fyrir í búrinu. Það er mjög mikilvægt því fiskar vilja ekki snöggar breytingar á hitastigi og verða opnari fyrir sýkingum og sjúkdómum.

Enn annað, en það er alveg bannað að taka allt vatn úr búrinu (kúlunni) og skrúbba allt hátt og lágt. Þegar maður er með fiskabúr þá er maður í raun líka að rækta bakteríuflóru, sem lifir aðallega í mölinni og dælum. Þessi bakteríuflóra er æskileg í öllum fiskabúrum og brýtur niður úrgang frá fiskunum.

Ef vatnsskiptin eru regluleg og lítið gefið þá er ekkert því til fyrirstöðu að þetta geti gengið ágætlega í langan tíma. Ég myndi þó ekki bæta við nýjum fiski alveg strax, það væri betra að gera það eftir 2-3 vikur þegar það er komið jafnvægi á búrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Post by MIDAS »

Sæll Keli,

Takk fyrir upplýsingarnar. Ég ætla að byrja á því að kaupa dælu og bæti við öðrum gullfisk eftir ca. 2 vikur.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

MIDAS wrote: Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri ekki merkilegt búr. En ég held að þetta sé ágætis byrjun til að læra inn á allt sem tengist fiskum. Það hefði ekki verið gaman að fara í strax í dýran og flotta pakka ef allt fer svo í rugl.
Eitt annað. Það eru miklu meiri líkur á að svona lítið búr fari út í rugl, það er mun erfiðara að halda vatninu góðu og oft eru fiskar hafðir í allt of margir í í einni kúlu ;)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

hey, maður byrjar líka oft smátt og stækkar við sig um leið og fiskabakterían er komin af stað :wink: Allavega byrjaði ég með 2 gullfiska í lítilli kúlu :D En já, það er því miður erfitt að halda vatninu góðu í kúlu og þar með góð ástæða til að fá sér t.d. lítið búr 30-54 L er hægt að fá á góðum díl hér á spjallinu t.d. :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Agnes Helga wrote:hey, maður byrjar líka oft smátt og stækkar við sig um leið og fiskabakterían er komin af stað :wink: Allavega byrjaði ég með 2 gullfiska í lítilli kúlu :D En já, það er því miður erfitt að halda vatninu góðu í kúlu og þar með góð ástæða til að fá sér t.d. lítið búr 30-54 L er hægt að fá á góðum díl hér á spjallinu t.d. :wink:
Hehe einmitt, systir mín fékk gefins einn gullfisk í kúlu og það kom þessu af stað hjá mér. Síðan keyptum við 30L búr fyrir þennan gullfisk með dælu og þessháttar og þá strax fór þetta að vera meira spennandi. Síðan flutti ég að heiman og langaði í stærra búr og fékk mér 60L sem mér fannst alveg hrikalega stórt þá :P, síðan kom 180L búr og þar á eftir 400L og svo annað um 200L :P. Þægilegt að byrja með eins og 60L búr finnst mér, hægt að hafa einhverja skemmtilega fiska í því og þægilegra að halda vatninu góðu.
200L Green terror búr
MIDAS
Posts: 11
Joined: 07 Apr 2010, 10:22

Post by MIDAS »

Já, það er nákvæmlega það sem ég var að spá. Að byrja á kúlunni og svo að sjá til. Ef maður nær að halda þessu í góðu standi þá er maður eftil vill með góða reynslu til að halda stærra búri í góðu standi, með dælu og öllu.

En fiskurinn lítur vel út og virðist líka þetta ágætlega :)
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

Mér persónulega finnst auðveldara að halda stærri búrunum góðum heldur en þeim litlu
Post Reply