Sogskálar sem festast ekki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Sogskálar sem festast ekki

Post by Snædal »

Sælir,
er eitthvað trikk við að fá sogskálar sem eru tregar að festast, til að festast. Hef prófað að láta þær liggja í heitu vatni en um leið og þær fara úr heita vatninu í búrið að þá verða þær harðar aftur. Dælan vill nefnilega ekki haldast við glerið.

Hef lent í þessu áður með hitara en það er minna vesen að láta hann bara hanga.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

örugglega hægt að finna einhverstaðar sogskálar ef ekkert virkar... ég á eina ef þú vilt :roll:
kristinn.
-----------
215l
begga86
Posts: 31
Joined: 25 Mar 2010, 00:25
Location: Keflavík
Contact:

...

Post by begga86 »

Aaaaa *réttupphend* ég veit...
Láta þær blotna :P









Nei nei hahaha smá einkahúmor hér í gangi, seinsat þegar ég fór í dýraland þá voru þeir með sogskálar seldar einar og sér. Eða 2 saman í pakka.
Begga (manneskjan), Ída og Fluga Schaferarnir og Gulli og Gríla Gullafiskarnir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Trikk með o hringi og dót sem maður notar í vélar og fleira er að leggja þá í bensín.. Ég er ekki viss um að það sé sniðugt fyrir fiskabúr samt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
davidge
Posts: 59
Joined: 01 Mar 2009, 14:59
Location: Hafnarfjörður

Post by davidge »

Þú getur prófað að skafa glerið með rakvélarblaði áður en þú setur sogskálina á, það getur verið að það sé einhver drulla á glerinu sem þú sérð ekki. Það hefur virkað hjá mér.
Davíð Geirsson
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Held að enginn hér skilji hvað þú meinar..
En ég lét einusinni 2stk liggja í edik bolla, það virkaði en aðeins í nokkra daga.. Endaði með að kaupa mér nýjar
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Sogskálar hafa hætt að festast við hjá okkur vegna þörungs sem var á glerinu, höfum bara skafað þörunginn af og sogskálarnar festast aftur.

En ef þetta er vegna þess að þær eru orðnar gamlar og harðar þá þarf líklegast að kaupa bara nýjar held ég. Allavega hafa allar okkar sogskálar verið alveg hrikalega góðar, oft erfitt að ná þeim af en ef maður reynir að setja ofan á þörung þá virka þær ekki eins vel :P.
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hef lent í þessu og það dugði að skafa glerið, ef það hefði ekki virkað hefði ég prófað að spritta (jafnvel setja í klór) sogskálarnar ef það er einhver fita eða filma á þeim, ef það myndi ekki virka myndi ég halda að gúmmíið væri orðið hart og skipt..... .
Post Reply