Rómantíkerinn spyr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Rómantíkerinn spyr

Post by Birkir »

Þegar fiskur er búinn að vera á hvolfi á botninum í heilan dag og það eina sem hann getur hreyft eru öndunarfærin, er einhver von fyrir þennan fisk?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já en það fer aðeins eftir því hvað er að. Því miður eru margir sjúkdómar þar sem fiskurinn sýnir þessa hegðan.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

dauð. svona er þetta.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Leitt að heyra kallinn :(, hvernig fiskur var þetta ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Þetta var Salvini kvk. Hlakkaði mikið til að koma henni upp. Hún var ansi snjáð þegar ég fékk hana en vildi leyfa henni að njóta vafans, enda er ég sökker fyrir svona... helluðum fiskum.... en já...hún var strax á fyrstu mínútu óvenju hlédræg...mun hlédrægari en flestir fiskar sem eru nýkonir í nýtt umhverfi. Hélt sig í "myrkrinu" og var kjurr allan tíman. Það voru grunn rauðlit sár á henni á stöku stað, þannig að ég setti hana í minna búrið þar sem eru fáir og friðsælir fiskar, þar kom auðvitað engin nálægt henni en hreistrið á henni fór stigversnandi með hverjum klukkutímanum. áður en leið að löngu var hún komin á hvolf og ég hugði henni varla líf en reyndi samt að halda henni gangandi, jók salt í vatnið og girti hana af svo að engin kæmist í hana á meðan ég var sofandi en allt kom fyrir ekki.
Bömmer.
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

algjör bömmer. ég hlakkaði til.

takk fyrir
Post Reply