Staðgengill fyrir Activated Carbon filter Cartridge

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Maggitorfi
Posts: 7
Joined: 14 Sep 2009, 19:17

Staðgengill fyrir Activated Carbon filter Cartridge

Post by Maggitorfi »

Sæl öll

Ég er með 30 l Tetra Aqua Art búrið sem fæst í fiskaspjallsversluninni. Með því fylgdi Tetratec filter sem á að taka Tetra tec filter cartridge. Þau innihalda Activated Carbon, en mælt er með því að maður setji nýtt cartridge á tveggja vikna fresti. Ég væri semsagt til í að finna einhverja varanlegri lausn á málinu. Ég er ekki búinn að tékka hvað þau kosta ný útí búð, ef það er einhver gjafaprís er það náttúrulega ekkert mál. Ég var að velta fyrir mér hvort maður kæmist upp með að nota bara einhverskonar bómullar-nylonsekk (eða eitthvað annað varanlegra) sem maður mundi skola annað slagið? Las á vefsíðu að fólk er að nota alskonar polyester koddatroð og eitthvað.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Má ekki bara skola úr þessu?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur í rauninni sett hvað sem er í filterinn, td klippt niður svamp þannig hann passi.
Maggitorfi
Posts: 7
Joined: 14 Sep 2009, 19:17

Post by Maggitorfi »

Glæsilegt, þakka ykkur fyrir.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þú þarft ekki activated carbon filter nema þú sért að ná lyfjum úr búrinu. ég var að kaupa svona filter í gamla svona dælu sem ég fékk og það var hægt að fá með eða án og ég keypti án. 1300 kall fyrir 3 filtera, og ég á eftir að skola þá nokkru sinnum áður en ég hendi þeim, eiga örugglega eftir að endast mér í hálft ár.
Post Reply