Búrið er Juwel 180l Vision og kemur til með að verða svona blandað samfélagsbúr.
Ég byrjaði á að kítta svartan Juwel bakgrunn í búrið. Svo setti ég einhver sand sem ég fékk með búrinu og fyllti af vatni. Ég fílaði ekki þennan sand, þannig að ég tæmdi búrið og fór út í Geldinganesfjöruna og fann fínan svartan sand þar.
Ég reif orginal Juwel dæluna úr búrinu og er með Rena XP2 tunnudælu í stað hennar.
Núna er ég með 2 Blágúrama og 2 Gullgúrama í búrinu til að koma því af stað, ef fiskarnir lifa þetta af þá verða þeir að sjálfsögðu áfram í búrinu, enda flottir og skemmtilegir fiskar. Best hefði verið að nota gullfiska, en það er ekki spennandi, þannig að ég las mér til um að gúramar eru oft notaðir sem startfiskar því þeir eru harðgerðir. Ég setti líka smá Safe Water í búrið til að hjálpa til, veit samt ekki hvað það gerir mikið gagn, sennilega eitthvað.
Ég keypti líka Javamosa hjá Varg og hann er víraður við 2 rætur. Planið er svo að setja 2 - 3 stk anubias og eitthvað af velsneria í búrið á næstu vikum. Svo ætla ég að bíða í allavega 2 vikur með að bæta fiskum í búrið, en ég mun gera það hægt og rólega, en ekki moka í búrið í einhverju flýti.
Hérna eru nokkrar myndir af búrinu ný uppsettu með 4 gúrömum og Javamosa. Veit ekki með hauskúpuna, en var að hugsa að hún gæti verið góður staður fyrir Kribba: