Seglmolly er það stór að það er á mörkunum að hægt sé að setja í gotbúr en í góðum aðstæðum gengur það.
Tímasetningin getur verið nokkuð á reiki og með tímanum fara reyndir fiskamenn eftir tilfinningunni.
Ágætt byrjendatrikk er að fylgjast með hvort kerla sé orðin felugjörn, haldi sig í gróðri eða við botn búrsins, þá er oftast stutt í got.
Einnig er á gætt að fylgjast með bumbunni, þegar kerla er orðin sérstaklega gild aftan til þannig bumban virðist slétt en ekki ávöl er vanalega stutt í got.