meininginn er að þegar ég set fiska í það fer eheim dælan uppúr og rena xp1 dælan í en hún er í notkun í 54L búri í augnablikinu
plöntur fara vonandi í það sem fyrst og til að byrja með fæ ég dverg sverðplöntur sem fara í sandinn fyrir framan hellurnar og eitthvað í áttina að fjörumölini, svo vonast ég til að geta fengið mér net og jóla mosa í bakgrunnin og vinstrihliðina á búrinu, í fjöru mölina langar mig svo að setja Java Fern og uppá hellurnar anubias með java mosa í kring
svo á bara eftir að koma í ljós hvernig gengur
Takk hellurnar fleigaði ég úr kletti í friðlandinu í Vatnsfirði á vestfjörðum og sandinn sótti ég í Dýrafjörð og eyddi 4 klukkutímum í að flokka hann með fiskabúrs ryksuguni sem var að gera mig geðveikann
þessa stundina er ég með 2x 18w T8 önnur heitir grow-lux og hin heitir life-glow
eg er að bíða eftir fattningum fyrir T5 perur sem mig minnir að eigi að vera 2x 24w og ég ættla að bæta því við á 2 auka rofum svo hægt sé að stjórna lýsinguni aðeins betur
nokkrar breytingar hafa orðið á búrinu síðan á síðustu mynd
Í búrinu eru í dag: 12 neon tetrur, 9 cardinal tetrur, 8 lemon tetrur, 5 peppered corydoras, 4 SAE, 2 ancirstur, 1 epplasngill og 1 ramshorn snigill sem byrtist í búrinu einn daginn ánþess að ég hafi hugmynd um hvernig hann endaði þar
Takk fyrir það en nei ég er ekki búinn að setja dótið saman ég er kominn með allt í þetta það stendur bara á smá atriði að nenna að koma sér í að setja það saman kemur vonandi í haust áður en það fer að verða myrkur meirihlutan úr deginum