spurning varðandi Betta (bardagafisk - ekki breeding)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

spurning varðandi Betta (bardagafisk - ekki breeding)

Post by olith »

keypti mér að mér finnst fáránlega flottan betta fyrir helgina og skellti honum í búr með gubby og molly, tók svo eftir í morgun að hann er nánast búinn að éta sporðinn á einum fallegasta gubby karlinum mínum, svo varð ég vitni að því núna rétt áðan að hann réðst á molly karlinn minn. Nema hvað ég ákváð að setja hann, bettann, í fæðingarbúr svona allavega yfir nóttina svo hann drepi nú ekki allt í búrinu hjá mér í nótt.

spurningin mín er því þessi, með hvernig fiskum er best að hafa betta ? ætti ég að fá mér annað búr bara með hugsanlega einhverjum tetrum ?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Betta þarf helst að veea með frekar hraðsyndum fiskum sem eru ekki með stóran slör-sporð eins og gúbbý. Það eru þá til dæmis tetrur og barbar :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Bardagafiskar ganga alls ekki með öllum fiskum. Helst litlum tetrum eða litlum börbum. En á móti þurfa þeir ekki stórt búr og geta alveg verið í 20L of haft það fínt.
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

takk fyrir þetta, hann var búinn að stökkva uppúr fæðingarbúrinu í morgun þannig að eitthvað verð ég að gera :)

ætli ég fái mér ekki einhversstaðar lítið búr undir hann svo allt sé í góðu hjá mér :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sumar Tetrur geta tætt bardagafiska niður í ekki neitt á nokkrum sec..
það á einnig við um kribba, fiðrildasíklíður og aðrar síklíður.
Veit ekki með barbana, en gæti alveg búist við því af þeim.
Flest allir fiskar vilja narta í slör á öðrum fiskum.

Mæli með að hafa bardagafiskinn sér, þá annað hvort í sérbúri eða í netagotbúri.

Ég sjálf er með bardagafisk í búri með gúbbúum
og hann lætur alla í friði, hann er voðalega rólegur betta.
Svo er ég með annan í gotbúri..
aðalega af því að hann er crown tail og
ég vil ekki hætta á að aðrir fiskar kroppi í hann.
Hann er reyndar svolítill skaphundur, belgir út tálkninn við eplasnigil..
:)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

já ætli maður tali ekki við varginn í dag og reyni að fá ódýrt lítið búr hjá honum :)

hvaða hitastig þarf bettinn ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

frá 24 upp í 26 gráður.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

takk takk
User avatar
orko
Posts: 21
Joined: 13 Jan 2010, 16:49
Location: Reykjavík

Post by orko »

Óli, Vargurinn eftir vinnu?
140l Gullfiskar

Ormur Karlsson
olith
Posts: 74
Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110

Post by olith »

orko wrote:Óli, Vargurinn eftir vinnu?
nei ræktin
Post Reply