Smá vandræði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Smá vandræði

Post by Atli »

Sæl öll sömul.. gott að vera kominn aftur á spjallið eftir langa 2 mánaða fjarveru á sjó. En núna er tími til að vera í fríi og hugsa um konuna, börnin og fiskana... og ég er í smá veseni.

Ég er með 400 lítra Rio frá Juwel og er með nokkrar tegundir af Malaví siklíðum í búrinu og þegar ég kom heim þá brá mér aðeins. Ljósið er hætt að virka í búrinu (er samt splunkunýr ljósabúnaður og perurnar eru að vísu orginal perurnar frá Juwel sem ég ættlaði hvort eð er að skipta út. - Og annað líka, dælan gaf upp öndina en ég veit ekki hvað er að þessu því allt er þetta nýtt dót. En það er bót í máli að ég ætlaði líka hvort eð er að skipta í 1500 lítra poweheadinn frá Juwel og setja í dæluboxið sem er í búrinu. En það sem ég er að velta fyrir mér er að konan sá sér ekki fært um að laga þetta betur en að hún þreif alla svampana uppúr köldu vatni og ruglaði röðunninni á svömpunum þegar hún ætlaði að komast til botns í málinu :?

En það sem hún gerði best fyrir búrið meðan ég var úti á sjó var að skipta aðeins um vatn en ekki mikið, því hún einhvern veginn vildi ekki mikið fikta meira í búrinu heldur bíða ráða hjá mér. Hún setti upp 2 loftsteina til að vega á móti vatnaskiptum í staðin fyrir að skipta um vatn.

Núna stend ég frammi fyrir því að þrífa búrið aðeins og skipta út miklu vatni á morgun og byrja "cyclun-ina" aftur. Vatnið er svolítið mosakent í öllum þessum skugga, en ég get ekki séð að það sé neinn hárþörungur eða neitt þvíumlíkt á glerinu þegar ég strík með puttanum á því að innan verðu.

Eru einhverjar ráðbendingar um hvernig ég fæ mestan tærleika í vatnið og líf í búrið á svona miklum vatnaskiptum því ég hugsa að ég skipti út ca. 85% og skelli smá kötlu sjávarsalti að auki bara svona til að hreinsa aðeins til í vatninu. Mér virðist samt allir vera á lífi enda er ekki að búast við öðru, þetta eru nefnilega allveg hörku fiskar en ég er ekki tilbúinn til að fara illa með þá, né búrið sjálft. Að auki var ég að spá í að kaupa mér nýjar perur í þetta búr ásamt nýrri og kraftmeiri dælu svo ef það eru einhverjar ábendingar um peruval þá endilega lát heyra!

Kannski að sjálfboðaliðar láti slag standa og aðstoði mig við herlegheitinn, það verður kaffi og te í boði og jafnvel nokrar kexkökur ;) hehe hvernig væri það nú að spjallfélagar sýndu samhug í verki og fengju sér kaffisopa og spjall svona rétt í vikulokinn !?!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sæll Atli og velkominn aftur!
Ég var byrjuð að velta fyrir mér hvort þú hefðir drukknað í búrinu.

Hvernig er rafmagnið í blokkinni hjá þér?
Ég veit að í mörgum af þessum blokkum á þínu svæði er lélegt rafmagn og slær út við ryksugu og önnur tæki. Gæti verið skýringin en svo er líka alltaf til í dæminu að þetta dót hafi verið gallað.

Ég hef skipt um svona mikið vatn á mínum fiskum og verið allt í lagi. Passaðu bara upp á að hitastigið sveiflist ekki of mikið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Velkominn heim gamli gaur, maður var farinn að hafa áhyggjur af þér.

Hafðu ekki stóráhyggjur af þessu, það er alltaf talverð flóra í mölinni osf í búrinu þannig flóran byggist hratt upp aftur í búrinu.
Skiptu bara um vatn og reddaðu dælu osf. Þessir fiskar þola vel allt svona brölt þannig þeir verða í fínu formi.
Post Reply