Ég er kominn með hauginn allan af bardagaseiðum og var með micro orma í boxi en það virðist allt vera dautt þar. Ég prufaði að setja frosna artemiu í en seiðin horfa ekki einu sinni á þetta hvað þá svona seiða þurrmat.
Dagurinn í dag er semsagt dagurinn eftir að ég tók karlinn frá. Á ég kannski ekki að gefa þeim að borða strax. Var búinn að lesa mig helling um þetta en það er bara svo langt síðan og ég er búinn að gleyma þessu.
Er eitthvað sem ég get gefið þeim fyrir utan micro orma ?