Ég hef heyrt að það sé aðeins hægt að nota ránýrar T5 perurur frá Juwel í búrin frá þeim. En svo rakst ég á þesar perur hérna frá Arcadia sem eiga að passa í Juwel búrin og þær virðast vera aðeins ódýrari. Hefur einhver séð svona hérna heima?
eiga flúrlampar í hafnarfirði ekki eitthvað í þetta ?
ef þetta eru ekki einhverjar sérhannaðar stærðir þá ættu þeir að eiga þetta til og jafnvel Rafkaup eða aðrir sambærilegir heildsalar.
Þetta eru sérhannaðar stærðir og perurnar eru margfalt dýrari en venjulegar T5. Getur td ekki notað perur frá Arcadia (nema þessar sem ég var að benda á) eða bara úr Byko í þessi stæði.
Jú sjálfsagt ef maður er með alvöru gróðurbúr, því þá þarf að skipta oftar um perur, en fyrir venjulega fiska þá dugar peran ansi lengi og borgar sig varla að standa í að skipta um ballestina.