Hefur einhver prófað að háþrýstiþvo búr ?
var að kaupa mér enn eitt búrið (konunnar til mikillar ánægju ) og það er alveg vel skítugt og er að pæla að setja það bara á búkka og háþrýstiþvo það. Var að pæla hvort maður skemmi nokkuð kíttunina ?
hugsa að það fari mikið eftir styrk dælunnar og eins hvernig spíssinn er
er einmitt að fara í svipaðan pakka reikna með að liggja á hnjánum með svamp í einhvern tíma
Man ekki hvort ég gerði það á sínum tíma eða hvort ég notaði hreinlega bara slöngu. Ætti að vera í lagi alla vega á glerið sjálft. Þyrfir að buna beint á kíttið til að skemma það.