nanó pælingar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

nanó pælingar

Post by stebbi »

Eina ferðina enn fékk ég hugmynd, og núna er ég að spá í að setja upp nanó búr.

Ég tók mig til og gróf upp eldgamalt lítið búr sem er búið að standa úti í einhver ár og verið notað undir rusl og bjórdósir.

Ég er búinn að rífa glerið í sundur og ætla að reina að þrífa það vel upp og líma svo saman aftur.

Málin á búrinu eru 33x20x20

Er hægt að fá hitara fyrir svona lítil búr?
En ljós eru til svona litlar flúrperur?

Annars er ég að hugsa um að gera bakgrunn í það úr frauðplasti og smíða lok og borð undir það til að reina að hafa þetta soldið snyrtilegt.
Þetta verður gert sem heimili fyrir bardagafisk.
Er óhætt að hafa rækjur með honum?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Þú gætir notað sparperur í stað flúor , það er ágætis lýsing af þeim og þær eru litlar. Það eru sparperur í tetra fiskabúrunum 20 og 30L. Ég hugsa að bardagafiskurinn myndi ekki eta fullvaxta rækju, en hann myndi líklega bögga þær. Svo gætu rækjurnar líklega ekki fjölgað sér með honum. Það eru til hitarar fyrir 20 L veit ég.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Eru sparperurnar þá að duga fyrir einfaldann gróður, og hitna þær mikið?

Annars fann ég hérna helvíti magnað búr
http://www.aquaticplantcentral.com/foru ... ninjo.html
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Það vex gróður hjá mér í 20L tera búri , reyndar frekar auðveldur gróður, en hann dafnar fínt. Þær hitna aðeins, minna en flúrperur samt.
User avatar
Páll Ágúst
Posts: 63
Joined: 05 Jan 2010, 18:17
Location: Reykjavík

Post by Páll Ágúst »

stebbi wrote:Annars fann ég hérna helvíti magnað búr
http://www.aquaticplantcentral.com/foru ... ninjo.html
Er að gera eitt svona :D
Fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur, fiskur og enn meiri fiskur.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Þetta var svo bara tekið á kæruleisinu og keypt Tetra búr, verst hvað dælan er hnullastór í þessu :?

Image
Ég á eftir að finna mér bakgrunn til að smella á þetta.

Í búrinu er s.s. bardagakall, eplasnigill og lítil ancistra

Gróður er javafern, javamosi og pínulítil anubias sem felur sig í mosanum, þess má geta að inní mosanum er flott rót
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Þetta er bara nokkuð flott, dælan samt nokkuð fyrirferðamikil. Geturðu ekki komið henni fyrir í einu horninu og hitarann í öðru.

Hvar fékkstu Javafern og kókoshnetuna? Mig vantar þannig.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

það er hægt að kaupa eitthvað svipað á 9-12.000 í Rándýraríkinu, kókoshneta með lítilli plöntu. ;)
Last edited by Guðjón B on 16 Apr 2010, 10:43, edited 1 time in total.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég á Javaburkna og Javamosa ef einhvern vantar og kókoshnetu er best að kaupa bara í Hagkaup.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Kíki á morgun.....Hagkaup og Hobbyherbergið. :)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

já kókoshnetuna keypti ég í hagkaup fyrir löngu síðan og burknann átti ég fljótandi í einu búrinu, splæsti því svo saman með girni
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Post Reply