Um nytsemi Gibbans...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Um nytsemi Gibbans...

Post by Birkir »

... nei nei, ég get ekkert frætt ykkur um hana en getið þið frætt mig og aðra ó-nörda?

Ég var nefnilega að velta fyrir mér hversu mikið stór gibbi "hreinsar" í raun og veru og hvað hann hreinsar.

Annað, hvaða áhrif hefur hann, á heildina litið, á flóru búra?
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Hann allavega skítur nógu helv mikið svo það er fínt fyrir plönturnar... held ég :P
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Er þetta svona dularfullur fiskur að það fyrir finnst engin áhugamanna vitneskja um hann önnur en sú að honum líkar að kúka sjaldan, en mikið í einu :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Stórir pleggar og gibbar eru almennt til gagns og gamans í stórum búrum, einn sæmilegur gibbi getur haldið þörung í skefjum í stóru búri. Þeir fara hinsvegar sjaldnast á framglerið og eru helst við störf í myrkri eða þegar enginn umgangur er þannig fólk telur þá oft ekki vera að vinna vinnuna sýna. Oft komast þeir líka á bragðið af fiskafóðrinu og skella sér upp með hinum fiskunam á matmálstímum.
Langar skítaslæður úr þeim sýna yfirleitt að þeir eru að éta talsvert af þörung eða þá að allt of mikið fóður fer í búrið.
Post Reply