ég kíkti í hobbyherbergi Vargsinns í dag og komst að því að sandurinn sem ég er að nota er ekki nógu góður.í auknablikinu er ég að nota mjög fínan sand frá akvastabil sem ég sé fram á að skipta út. Ég er að hugsa um að vera með botnhitara uppá gamlamátan þ.e undir sandinum svo ég var að spá hvort það væri einhver sérstakur sandur betri en annar.
hvaða sand eru þið að nota og hvar get ég nálgast góðan gróðurbúrssand.
sandur í gróðurbúr.
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Sandur (möl) sem er með uþb 2-4mm kornastærð hefur reynst mér vel. Það er svo gott að vera með eitthvað fínna, t.d. mó eða sér gróðurundirlag undir því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég var með svona cichlid sand, fínn og hvítur sandur, í 124L búri. Það liggur við breyttist í gróðurbúr. Stór vallisneria hélt sér vel í henni og svo var svaka fjölgun á einni plöntu sem ég mann ekki hvað hét ásamt Amazon sverðplöntu einhverri.
Mér fannst og finnst hann ennþá flottur. Eftir að ég skipti niður í minna búr er ég að nota mest af honum í humrabúri því þeim finnst svo gaman að grafa, engar plöntur þar samt.
Á rest í fötu sem er ónotað. Smá af góðum hvítum steinum inná milli sem ég notaði til að gefa plöntunum betri festu. Ætli þetta sé ekki nema svona 5-6 kg.
Hann var á fínu verði í Dýragarðinum, ekki sá ódýrasti en ég ákvað að splæsa í hann því mér fannst hann svo flottur ásjónar í gróðurbúrinu sem þeir eru með til sýnis.
Mér fannst og finnst hann ennþá flottur. Eftir að ég skipti niður í minna búr er ég að nota mest af honum í humrabúri því þeim finnst svo gaman að grafa, engar plöntur þar samt.
Á rest í fötu sem er ónotað. Smá af góðum hvítum steinum inná milli sem ég notaði til að gefa plöntunum betri festu. Ætli þetta sé ekki nema svona 5-6 kg.
Hann var á fínu verði í Dýragarðinum, ekki sá ódýrasti en ég ákvað að splæsa í hann því mér fannst hann svo flottur ásjónar í gróðurbúrinu sem þeir eru með til sýnis.
Fínn sandur þykir ekki góður í gróðurbúr.
Vanalega er talað um að möl (ekki brotin) einhverstaðar á bilinu 2-8mm sé best fyrir plönturnar, þannig kemst súrefni betur að rótunum sérstaklega ef hitakapall er í búrinu.
Það er þó ekkert mál að vera með einfaldan gróður í sandi eins og td Valisneriu osf.
Vanalega er talað um að möl (ekki brotin) einhverstaðar á bilinu 2-8mm sé best fyrir plönturnar, þannig kemst súrefni betur að rótunum sérstaklega ef hitakapall er í búrinu.
Það er þó ekkert mál að vera með einfaldan gróður í sandi eins og td Valisneriu osf.
ég held að ég sé með sama sand og snædal, ég hef hingað til verið með einfaldar plöntur en þessi hvíti sem var (nýbúið að skipta) í gróðurbúrinu í dýragarðinum er aðeins of fínn fyrir plöntur held ég. Ég tók til dæmis eftir því þegar ég var að tæma búrið í gær að hann hleypir nánast engu vatni gegnum sig.
-Andri