720L Malawi búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

720L Malawi búr

Post by Andri Pogo »

Þá eru öll monster farin úr búrinu og nokkrir Malawi Mbuna fiskar komnir í staðinn. Fúlt að láta Polypterusana en þessi breyting lofar þó góðu.
_____

Fiskar í búrinu: (uppfært 2.júní)

5x Acei
1x Albino sp.
2x Auratus
1x Demansoni
2x Flavus
3x Fuelleborni ob
3x Haplochromis obliquidens zebra
2x Johannii
4x Johanni/Zebra blendingar
2x Kingsizei
1x Maingano
1x Maylandia callainos
6x Mpanga
2x Pundamilia nyererei
6x Red Top Zebra
4x Red Zebra
1x White Lab
4x Yellow Lab
1x Óþekktur #1 (Afra?)
1x Óþekktur #2 (Greshakei?)
3x Óþekktir #3
3x aðrir óþekktir

7x Ancistrur
_______________
65 fiskar samtals
_____

Hérna er óþekkti #2, hann fór að sýna svakalega liti þegar nýju fiskarnir komu, þekkir einhver tegundina?
Image
Last edited by Andri Pogo on 28 Jul 2010, 11:45, edited 13 times in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta lofar góðu, þó ég hefði frekar vilja sjá utaka í þessu búri. En þetta á eftir að koma frábærlega vel út.
Ég þekki ekki tegundina.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Pseudotropheus Ice Blue?

væri fínt að fá mynd af honum með sperta ugga.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

var að spá í utaka fyrst og var búinn að kaupa nokkra (sem drápust vegna nítrats) en það er bara hægt að hafa svo miklu fleiri mbunur að þær urðu fyrir valinu
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Þetta verdur hrikalega flott, bíð spenntur eftir myndum :)

sambandi við þennan fisk þá datt mér fyrst í hug litlaus Chilumba en hef annars ekki hugmynd um það

http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... myndir.htm
Last edited by Toni on 17 Apr 2010, 19:45, edited 1 time in total.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þessi fiskur gæti verið einhver red top zebra en hvaða tegund veit ég ekki
á ekki að innrétta búrið meira ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jújújú, kominn með smá slatta af grjóti í það, vorum að skrúbba það í dag, ætli það fari ekki í á morgun. Vantar samt miklu meira af grjóti.
Ætla að minnka mölina eitthvað talsvert líklega.
-Andri
695-4495

Image
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

Kíkti á þetta hjá Andra og Ingu í dag og þetta mun verða mjög flott
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

bara skemmtilegt framundan hjá okkur að gera búrið fínt og bæta við fiskum :klappa:
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

núna langar mér að setja upp stærra búr hehe en kannski ef við flytjum í stærra kemur allt í ljós
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Kíkti í heimsókn til Guðmundar í sveitina og fékk hjá honum 5 fiska :mrgreen:
1x Flavus, 1x Albino sp, 1x Auratus, 1x Maingano og 1x Nyererei (Viktoríufiskur)

Myndir seinna
-Andri
695-4495

Image
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

hvenær koma svo nýjar myndir af heildarbúrinu
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hér er næturmynd af búrinu, á þó eftir að bæta við fullt af grjóti og raða alveg uppá nýtt. Þessu var bara hent ofaní til að gera nokkra felustaði.

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Post by Einval »

flott.allt annað en einhver slöngukassi :lol:
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Þetta búr á sér bjarta framtíð :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

fékk 2x Yellow lab og 1x Fuelleborni ob í kvöld hjá Malawi feðgum, 38stk í búrinu en alltof fáir fiskar enn :)

Nokkrar myndir úr búrinu:

Afra?
Image

Image

Auratus:
Image

White Lab:
Image

ekki góð mynd en Yellow Lab & White Lab voru mikið að spá í hver öðrum:
Image

Nyererei:
Image

Johanni kerla:
Image

Red Zebra & Moorii:
Image

Labidochromis caeruleus gengið:
Image

Mystery sp:
Image

Red Zebra:
Image
-Andri
695-4495

Image
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

flottar myndir andri spurn um að plata þig yfir bráðum til að taka myndir hjá mér :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flottir, þá sérstaklega hvíti Caeruleusinn.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

flottar myndir en vantar heildarmynd :góður:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Gunnar Andri wrote:flottar myndir andri spurn um að plata þig yfir bráðum til að taka myndir hjá mér :)
ekki málið!
diddi wrote:flottar myndir en vantar heildarmynd :góður:
það kemur önnur heildarmynd þegar búrið er tilbúið
-Andri
695-4495

Image
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

takk fyrir það andri
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég held að mistery fiskurinn þinn sé Pseudotropheus Ice Blue.
Eða allavega með sterk gen frá honum.

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já það er alveg möguleiki, hann sagði í búðinni að þetta væri líklegast greshakei eða rusty en mér finnst hann ekki passa við rusty myndir sem ég hef séð
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Gunnar Andri kíkti í gær með fiska í búrið :mrgreen:
5x mystery fiskar í viðbót, komu úr sama búri og þessi sem er kannski greshakei. Þeir eru svipaðir en það kemur betur í ljós þegar þeir stækka betur :)
43stk því komin í búrið.

Við Inga fórum annars í smá breytingar í gær, tókum slatta af möl úr búrinu og gerðum smá steinhleðslu (90cm löng, 25cm há) í mitt búrið.
Svo vantar bara meira grjót til að gera fleiri hleðslur meðfram endunum.

ég var mikið að spá í hvað ég ætti að setja undir grjóthleðsluna til að koma í veg fyrir mikið álag á botnglerið, án þess að eitthvað sæist undir grjótinu. Endaði á því að raða filttöppum undir neðstu grjótin, svona sem maður lætur undir stóla og húsgögn :mrgreen:
grjótið liggur því mjög mjúklega á glerinu.
-Andri
695-4495

Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

greshakei er ekki með sterkar rendur
en td. svipaðir fiskar eru thapsinogen, sandaracinos, pyrsonotus, emmiltos, svo sumir séu nefndir einnig eru margir zebra frá ýmsum stöðum í vatninu í þessum litum

eina sem er hægt að gera er að giska og passa að fiskurinn sé ekki að fjölga sér

síðan er best að biðja búðirnar að hætta að selja eitthvað sem enginn þekkir sem oft er bland af ýmsum tegundum
fólk er að kaupa þetta og fjölga þessu og meira rusl kemst á markaðinn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Gudmundur wrote:greshakei er ekki með sterkar rendur
en td. svipaðir fiskar eru thapsinogen, sandaracinos, pyrsonotus, emmiltos, svo sumir séu nefndir einnig eru margir zebra frá ýmsum stöðum í vatninu í þessum litum

eina sem er hægt að gera er að giska og passa að fiskurinn sé ekki að fjölga sér

síðan er best að biðja búðirnar að hætta að selja eitthvað sem enginn þekkir sem oft er bland af ýmsum tegundum
fólk er að kaupa þetta og fjölga þessu og meira rusl kemst á markaðinn
HEYR HEYR :evil:
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nú erum við að spá í að fjölga fiskunum uppí 70-100stk.
Listi yfir núverandi fiska í búrinu eru í efsta pósti en þeir eru 44.
Í stað þess að bæta bara við einhverju og einhverju datt mér í hug að setja upp smá lista yfir hvaða tegundir eiga að vera í búrinu og fara ca eftir honum..
Þar sem ég hef ekki mikla reynslu af því að blanda í stórt malawi búr datt mér í hug að setja lista inn hér og fá athugasemdir frá ykkur, hvort sem það er varðandi fjölda eða kynjaskiptingu...
Mér datt í hug að hafa helst 2kvk á móti hverjum 1kk. (3x af tegund væru því 2kvk+1kk, 6x af tegund væru þá 4kvk+2kk)
Listann er ég að miða út frá tegundum sem eru fyrir í búrinu en ef ég skildi detta inná einhverjar aðrar tegundir kæmi auðvitað til greina að bæta í, hugmyndir að öðrum tegundum til viðbótar vel þegnar líka.

10x Acei
3x Albino sp.
6x Auratus
3x Flavus
6x Fuelleborni ob
2x Johannii
3x Kingsizei
3x Maingano
6x Mpanga
1x Nyererei
6x Red Top Zebra
4x Red Zebra
1x White Lab
10x Yellow Lab

þetta væru 64stk en svo er ég með 1moorii og 11 óþekkta+blendinga sem ég er óviss með hvort verði til frambúðar.
Væri betra að bæta við fleiri stk af hverri tegund til að ná uppí fjöldann eða bæta við fleiri tegundum og ekki of mörgum af hverri tegund?
Eða skiptir það kannski engu máli?
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

okkuru ekki bara kalla búr?
minna um slagsmál og getur sett fleiri fallega fiska.
kerlingarnar oft litlausar og ljótar.
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

held að hann vilji hafa fjölgun í búrinu sem er bara hið besta mál
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bingó, gaman að fylgjast með þeim fjölga sér
-Andri
695-4495

Image
Post Reply