Óskar og búrstærð

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Óskar og búrstærð

Post by magona »

Óskarinn minn heldur áfram að stækka þó að ég hafi verið að vonast til þess að hann væri hættur. :x Hann er rúmlega 17cm núna. Ég er nýbúin að minnka búrstærð niður í 180 lítrana. Spurningin er sú hvort þið haldið að honum líði illa, hvort að 180 lítrarnir dugi fyrir hann eða hvort að ég þurfi að stofna styrktarreikning eða eitthvað fyrir stærra búri? :lol:
AAAlgjört drama !
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vanalega er talað um 300 l sem lágmark fyrir einn óskar og ég er nokkuð sammála því.
Þetta eru fiskar sem sóða mikið og þurfa talsvert vatnsmagn og góðan hreinsibúnað.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

óskarar verða líka stærri en 17cm.
Þegar þeir eru c.a komnir í þessa stærð (sem þinn er í núna)
þá hægist aðeins á vextinum.
En svo halda þeir áfram að vaxa í 30-35cm.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Ég veit að þeir verða þetta stórir. Mér var bara sagt að vegna þess að hann kjálkabrotnaði svo illa þegar hann var ungur þá yrði hann aldrei fullvaxta. Var að vona að það væri satt. Any thoughts?
AAAlgjört drama !
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ef hann getur borðað þá getur hann stækkað, þetta er svipað og að segja að ef þú handlegs brotnar þá munt þú ekki stækka í fulla stærð

En ég myndi ekki þora að bjóða óskar upp á búr undir 250 lítrum ef hann á að líta vel út í framtíðinni
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

vertu mjög dugleg í vatnsskiftum
þetta er ekkert einbýlishús hjá honum frekar svona lítil stúdíó íbúð
hann getur alveg orðið 35 cm í þessu búri og lifað ágætu lífi þannig lagað
ef þú passar vatnsskiftin
það má lengi þræta um hvaða stærð hentar hvaða fisk og í raun væri hægt að segja að öll búr séu of lítil miðað við náttúruna

öflug vatnsskifti verða til þess að þessi fiskur gæti haft það miklu betra í þrengslum heldur en margir fiskar í búrum þar sem vatnskifti eru léleg
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Sammála Guðmundi, allt spurning um góðan dælubúnað og næg vatnaskipti. Mér finnst nú samt ekkert fallegt að sjá svona stóran fisk í þetta litlu búri þó hann gæti alveg lifað í því.
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Nei ekkert voðalega fallegt. :( Hef bara ekki efni né pláss fyrir stærra akkúrat núna, kannski eftir ár... eða eitthvað. Ég geri stór vatnsskipti einu sinni í viku (ca 70%). Svo eru tetrur og fleiri smáfiskar með honum í búri sem sjá um að éta upp það sem hann spýtir frá sér. Svo það fer rosalega lítill matur til spillis.(allt geðveit útpælt svo að vatnið sé sem best) Já, svo ekki sé minnst á allar rækjurnar sem eru í búrinu líka. Þær hreinsa botninn á nóttunni.

Það er bara svo mikið bras að finna pössun því að hann hentar bara í stór smáfiskabúr og þess konar búr finnast nú ekki hvar sem er. Hvað þá með viljugum eiganda. :)

Ég kaupi stærsta "einbýlishús" í heimi (sem ég hef efni á) ef hann verður viljugur að bíða aðeins. :D
AAAlgjört drama !
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta eru góð vatnsskipti sem þú ert að gera, haltu þeim áfram og allt gengur vel að minnsta kosti þar til hann verður 25cm.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply