Nokkrar myndir af búrunum mínum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Nokkrar myndir af búrunum mínum

Post by Tommi »

Langaði bara til að henda inn nokkrum myndum af búrunum mínum. Ég er búinn að vera lengi með eitt búr en eftir að ég flutti í stærra húsnæði þá setti ég upp tvö búr til viðbótar :)

Heildarmynd af 240L gróðurbúrinu mínu (reyndar mjög léleg mynd). Búrið var sett upp fyrir 1 og hálfum mánuði.
Image

Crypto, anubias o.fl. plöntur
Image

Gróðurbúrið séð frá hlið.
Image


Svo eru það diskusarnir. Ég með eitt par sem hefur hrygnt þrisvar hjá mér en alltaf étið hrognin á öðrum degi. Svo er ég með 9 stk af ungum diskusum og einn gamlan blue diamond.


Parið
Image

Blue diamond
Image

Nokkrir af ungfiskunum
Image

Sendi væntanlega fleiri myndir ef mér text að fá seiði.
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Þetta er mjög flott
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Flott hjá þér :D
Fjölbreyttur og fallegur gróður.
Hvaða lýsingu ert þú með?
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Rosalega fallegt gróðurbúr.

Það væri gaman að fá nánari lýsingu á þessu öllu. :)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Flott hjá þér
Ertu fluttur suður með sjó ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er geggjað gróðurbúr
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

prien wrote:Hvaða lýsingu ert þú með?
Er með 2 T5 perur (staðlað fyrir 240L juwel búr) og eina 30w T8 peru að auki.
Gilmore wrote:Það væri gaman að fá nánari lýsingu á þessu öllu
Ég nota ekki CO2, allavega ekki síðan ég setti búrið upp.
Nota flourish og flourish excel næringu c.a. einu sinni í viku.
Ég er með allar perurnar í gangi í c.a 11 tíma á dag, og nota 30W peruna sem kvöldljós í c.a 2 tíma.
Man ekki eftir fleiru sem skiptir máli.
Gudmundur wrote:Ertu fluttur suður með sjó ?
Jú það passar. Ég flutti til Grindavíkur fyrir u.þ.b. 1 1/2 mánuði. Ert þú ekki með einhvern slatta af búrum í Grindavík?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Gudmundur wrote:Ertu fluttur suður með sjó ?
Jú það passar. Ég flutti til Grindavíkur fyrir u.þ.b. 1 1/2 mánuði. Ert þú ekki með einhvern slatta af búrum í Grindavík?[/quote]

ég er með 34 búr með vatni eins og er
er enn að smíða húsið þannig að ég er að reyna að hafa fá búr þar til ég get notað skúrinn undir búrin
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

Gudmundur wrote:
Gudmundur wrote:Ertu fluttur suður með sjó ?
Jú það passar. Ég flutti til Grindavíkur fyrir u.þ.b. 1 1/2 mánuði. Ert þú ekki með einhvern slatta af búrum í Grindavík?
ég er með 34 búr með vatni eins og er
er enn að smíða húsið þannig að ég er að reyna að hafa fá búr þar til ég get notað skúrinn undir búrin[/quote]
34 búr. fá! :shock: :shock: :shock: afsakið off topic. mjög flott búr.
kristinn.
-----------
215l
Post Reply