Tók mig til áðan og veiddi upp nokkrar kerlingar og tók úr þeim seyði. Það voru Y. lab, fra og maingano kerlingar sem lentu í höndunum á mér og hafði ég slatta af seiðum upp úr krafsinu. Ansi langt síðn ég hef tekið útúr kerlingunum.
Ég veiddi líka tvo spikfeita upside-down kattfiska upp úr maingano búrinu og setti í 400 l Ameríkubúrið.
Vargurinn fékk þáttinn Dýravini á Skjá 1 í heimsókn í vikunni.
Þátturinn fer aftur af stað í haust og verður í einum þættinum sýnt frá heimsókninni til mín og viðtal við kallinn. Einnig verða sýnd einhver skot úr Fiskabur.is
Ég geri ráð fyrir því að þetta verði þó ekki nema 3-4 mínútur þar sem hundar og kettir virðast aðalmálið í þættinum en hver veit.
Guðrún umsjónarmaður þáttana og vargarnir.
Guðrún tók sig fínt út við Juwelið.
Ég fæ að vita þegar fram líða stundir hvenær þátturinn verður sýndur og mun pósta því hér svo engin þurfi að missa af þessu.
Ég lét hana vita sjálfur, var aðallega að reyna til að grenja hana í búðina svo við fengum smá ókeypis auglýsingu. Það sprakk nánast í andlitið á mér því hún hafði mun meiri áhuga á þessu hér heima.
Ég var að skoða mynd af 240 l. búrinu frá því ég setti það upp.
Svona var það nokkuð nýuppsett í ágúst 2006.
Þarna fannst mér búrið svakafallegt og mikið gróðurbúr enda aldrei verið með gróður að ráði.
Svo kemur mynd af búrinu tekin síðustu helgi, rúmu ári síðar. Nánast engum gróðri hefur verið bætt í búrið ef frá eru taldar nokkrar Anubias plöntur. Hins vegar hef ég rifið upp úr því sennilega nokkur hundruð risa Valisneriur sem komu út frá þessum 3 plöntum sem Svavar sendi mér.. Búrirð hefur gengið án vandræða og fiskarnir dafna vel.
Dýravinir eru byrjaðir í sjónvarpinu (hverjum sunnudegi kl. 20:00).
Ertu eitthvað búinn að frétta, Vargur, hvenær þú kemur í sjónvarpið?
(Það var sýnt aðeins úr næsta þætti (þættinum sem verður næsta sunnudag) og þá voru sýnd eitthver fiskabúr...gætu það verið þín?)
Ég reif fiskana upp úr 240 lítra búrinu í dag og setti nokkra unga álnaköru kk sem virtust ekki vera að þrífast í 400 l. búrinu.
Ætlunin er að leyfa þeim að stækka eitthvað og jafnvel bæta nokkrum við og sjá svo til.
Dísarfuglinn Lappi er yfirleitt mjög áhugasamur um fiskastússið hjá mér og lét sig ekki muna um að skella sér í búrið og tékka á gróðrinum.