Skipta í helming?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Geir94
Posts: 14
Joined: 08 Jul 2008, 12:34

Skipta í helming?

Post by Geir94 »

Ég fékk allveg frábæra hugmynd rétt í þessu, þannig er að ég er með 128 lítra búr sem er frekar langt og ég var að spá hvort að það væri ekki sniðugt að láta plötu á milli og láta kítt til að festa það og hafa öðrumegin saltvatnbúr og hinumegin ferskvatns? hvað segið þið um það?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég myndi frekar ef þú ætlar að skipta búrinu hafa ferskvatn báðum meginn en ég sé ekki tilganginn í að skifta svona litlu búri nema að þig vanti seiðabúr
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Ert þú eitthvað mikið fyrir saltið yfir höfuð Guðmundur? :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Salt virkar víst eins og Hvítlaukur á Guðmund hef ég heyrt...
Geir94
Posts: 14
Joined: 08 Jul 2008, 12:34

Post by Geir94 »

Ég heiti ekki guðmundur og ég skil ekki þetta hvítlauksdæmi, en mig hefur alltaf langað í sjávarbúr, ég bara hef verið að gera svo margt annað þannig að ég hef ekki haft tíma fyrr en núna því ég var í svo mörgum námum þegar mig langaði, en núna þar sem að ég er hættur í þeim ÖLLUM að þá langar mig til þess að gera það sem mig hefur alltaf langað til að gera... en í rauninni yrði þetta búr eins og nano búr.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er svosem ekkert að þessu. Éf myndi persónulega setja upp 2 búr frekar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Geir94: Langar að benda þér á hver Guðmundur er,
það er sá ágæti maður sem svaraði fyrstur spurningum þínum.

GuðjónB og Ulli voru að tala um hann, ekki við þig.

Finnst þetta frekar sérstök hugmynd hjá þér.
Alveg framkvæmanleg,
en það væri flottara að hafa annað hvort
salt eða bara ferskvatn í búrinu.
Eða fá þér bara tvö búr.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta væri alveg mögulegt, og ef báðir helmingar eru vel uppsettir og mikil vinna lögð í þetta kæmi þetta líklega bara fjandi vel út.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Lýst vel á þessa hugmynd, gæti verið gaman að sjá svona búr hlið við hlið :), bara setja upp eitthverja vörn sem hindrar það að fiskarnir geti hoppað á milli búrana :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Geir94
Posts: 14
Joined: 08 Jul 2008, 12:34

Post by Geir94 »

Já ég held það líka sko, þetta yrði mjög spennandi verkefni, ég ætla samt að búa til skimmer sjálfur. En ég var að pæla hvernig kítt gæti ég notað? og gæti saltið farið óvart í ferskvatnið? en annars veit ég allveg hvernig ég gæti passað uppá að fiskarnir færu ekki á milli.
Geir94
Posts: 14
Joined: 08 Jul 2008, 12:34

Post by Geir94 »

hvernig kítt ætti ég að nota sem er aquarium safe?
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég hef notað kítti frá húsasmiðjunni er merkt aquarium.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gætir haft plötuna sem þú notar til að deila búrinu örlítið hærri svo fiskarnir hoppi ekki yfir þ.a.s. ef lokið leyfir, annars sá ég ekki ósvipað búr í dag á interzoo sýningunni sem var drullu flott, skalar öðrumeginn og yellow tang hinumeginn :)

Það var þó splittað í hornunum þannig að það sýndist vera eitt búr með bæði saltvatns fiskum og ferskvatns, mjög töff :) set örugglega inn myndir frá sýningunni þegar ég kem heim getur þá séð búrið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply