Langaði bara að deila þessu.
Kom heim í gær eftir að hafa verið viku í burtu og sá þá litla 250l samfélagsbúrið mitt og fannst eitthvað vanta í það.
Fyrir um 20 dögum síðan gaf vinur minn Aron mér archer fisk sem ég svo skírði auðvitað Aron.
Setti þennann pollrólega fisk í búrið mitt með hinum rólindis fiskunum mínum og fylgdist með hvernig honum yrði tekið. Allt gekk mjög vel nema hann var ekki farinn að borða alveg strax, tók um viku... en núna viku eftir að hann fór að borða er hann farinn að borða aðeins of mikið, þeas. 4 cardinal tetrur 2 SAE og hálfan sporð af SAE.
Held að 1 SAE sé of stór uppí Aron og hann verði látinn í friði en hinn er duglegur að fela sig núna með sinn lilta sporð.
Veit þetta var bara spurning um tíma, en skalinn var búinn að láta terurnar vera allann þann tíma sem ég hef átt þetta búr, þannig að ég tók sénsinn með Aron.
Aron the terrorist
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Þessir fiskar eru víst þekktir fyrir að éta minni fiska en hann sjálfur, sem sé fiska sem komast upp í hann. Ganga samt með stærri fiskum held ég en ekki litlum eins og neon tetrum og þessháttar
.
Getur lesið reynslusögur hérna http://www.aquahobby.com/gallery/e_archer.php
Einhverjir að lenda í að þeir éti litla fiska
.

Getur lesið reynslusögur hérna http://www.aquahobby.com/gallery/e_archer.php
Einhverjir að lenda í að þeir éti litla fiska

200L Green terror búr