Jæja þá er ég kominn heim með 450 lítra búrið sem Ásta átti og búinn að koma því fyrir
það er bara eitt vandamál ég varð allveg hugmyndalaus um hvernig ég ætti að raða í það
Ég get svo svarið að það er miklu stærra en ég hélt
Ég setti gullfiskana mína í það og nú er bara að sjá hvað þeir verða stórir svo fer vonandi einn Red Tail Shark í það um helgina og spurning um hvort ég reyni ekki að ná stóru SAE uppúr 110L búrinu við tækifæri og leifa þeim að svamla um þarna líka það verður allavegana nóg pláss meðan gullfiskarnir eru að stækka
en getur eitthver sagt mér hvað litla plantan niður í vinstra horninu heitir?
virkilega flott bút hjá þér
Ég kem "heim" á föstudags kvöldið. Gæti kanski komið með einhverja afleggjara til þín í leiðinni.
Fékkstu búrið sent vestur með flutningabíl? Ef svo er, hvað kostaði það þig?
Þarf að redda nýja búrinu mínu að sunnan.
mambo wrote:virkilega flott bút hjá þér
Fékkstu búrið sent vestur með flutningabíl? Ef svo er, hvað kostaði það þig?
Þarf að redda nýja búrinu mínu að sunnan.
nei fékk það ekki sent það vildi svo vel til að ég var að kaupa pallbíl fyrir sveitarfélagið svo ég skuttlaði því bara á pallin á leiðini heim.
en ég var að fá sendan kassa vestur sem tók allveg heilt bretti og ekki var hægt að stafla ofan á og það kostaði bara 5000 kall
Gullfiskarnir mínir eru að fara á taugum það má varla koma nálægt búrinu þá skjótast þeir eins og elding til að fela sig, þeir koma ekki og borða þegar ég gef þeim fyrren ég er farinn frá búrinu og ef eitthver hreifir sig nálægt búrinu hverfa þeir.
getur verið að þeir hafi orðið svona stressaðir við það þegar ég veiddi þá uppúr 120 l búrinu?
eða er ekki nóg af felustöðum fyrir þá?
Áður þá komu þeir alltaf upp að yfirborðinu og biðu eftir að ég gæfi þeim!! og voru mjög rólegir
Eru þeir kanski bara með víðáttu-brjálæði sem rennur af þeim á eitthverjum tíma?
Mér finnst þessi uppröðun bara með mjög fín hjá þér. Fiskarnir njóta sín vel þarna og spurning hvort þetta sé ekki bara stress í þeim til að byrja með.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.