Eitt sinn var par af fangasikliðu að koma sér fyrir undir stórri rót í 40L búri, en lukkan lék því miður ekki við parið, þar sem gráðugir Clarkii humrar höfðu tekið öll bestu svæðin, og vörðu það með kjafti og klóm.
Þrátt fyrir stöðugar árásir af höndum karlkyns fangans í meira en 2 stundir, þá gáfust humranir ekki upp, stigu ekki á bak en náðu frekar að flæma burt greyið parið, svo að það þarf núna að dúsa í einu horni, nötrandi skelfandi ofan í holu. Og núna þegar parið reynir að fara eitthvert annað en upp, þá koma 2 Bláir Clarkii Humrar æðandi í áttina að þeim og hóta öllu illu.
Þetta kalla ég

Þeir voru of árásagjarnir við humrana, og þeir tóku því sem viðmið um hegðun í þessu búri.
Þetta mun samt skána þegar í 440L búrið kemur, þar sem parið verður ekki eins kúað. Um leið og ég asnast til að klára setja allt í gang.

Til má geta að humranir eru um 10-11 cm en convicts 6-7cm.