240L gróðurbúr
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
240L gróðurbúr
Þetta eru myndir af gróðurbúrinu mínu eins og það lítur út í dag. í síðustu viku bætti ég við tveimur 38W T5 perum í búrið og svo pantaði ég mér tölvustýrt CO2 kerfi á netinu. Það má því segja að búrið sé orðið High tech. Í grófum dráttum virkar CO2 kerfið þannig að maður stillir hvaða Ph gildi á að vera í búrinu. Þegar pH gildið er um eða yfir stilltu ph gildi þá dælist CO2 í búrið. Aukið CO2 magn í vatninu gerir vatnið súrara. Þegar pH gildið fer undir sett mark þá stöðvast CO2 streymið í búrið sjálfkrafa. Á myndinni að ofan sést að sýrustigið í búrinu mínu er 6.70, rétt yfir settu marki sem er 6.67. Á kvöldin þegar plönturnar hætta að ljóstillífa þá fellur sýrustigið hratt og tölvan stöðvar CO2 streymið. Venjulega fer streymið aftur í gang um hádegi stuttu eftir að plönturnar byrja að ljóstillífa og CO2 fer að skorta.
Hér eru svo tvær myndir af diskusaræktinni í bílskúrnum. Parið á neðri myndinni eru tveggja ára fiskar sem ég keypti í Fiskó. Það er búið að hrygna mörgum sinnum hjá mér. Hinsvegar hefur hængurinn alltaf étið hrognin eða lirfurnar, þannig að þetta hefur ekki gengið upp ennþá. Bæði parið og hinir diskusarnir eru upprunalega frá Guðmundi. Mjög góð eintök sem koma þaðan.
geggjað búr vantar ekki meitri birtu
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/
Takk fyrir. Það fer lítið fyrir fiskunum í búrinu. Er með ancistrur, sebra danio, axarfiska, SAE og regnbogahákarl.
Verðið á CO2 pakkanum var 324 evrur og elektróðan sem nemur pH kostar 56 evrur. Semsagt u.þ.b 62 þús fyrir pakkann. Svo bættist við flutningskostnaður og skattur. Ég held að ég hafi verið að borga um 80 þús fyrir allt.
Verðið á CO2 pakkanum var 324 evrur og elektróðan sem nemur pH kostar 56 evrur. Semsagt u.þ.b 62 þús fyrir pakkann. Svo bættist við flutningskostnaður og skattur. Ég held að ég hafi verið að borga um 80 þús fyrir allt.
-
- Posts: 771
- Joined: 13 Feb 2008, 11:21
- Location: Rvk
- Contact:
Takk fyrir. Ég vona bara að gróðurinn haldi áfram að dafna vel hjá mér. Það eru sérstaklega tvær plötnur sem ég hef áhyggur af, en það eru Aponogeton madagascariensis og rauða cabomban. Rauða cabomban hefur sprottið vel og Madagaskar plantan hefur myndað eitt nýtt laufblað síðan ég keypti hana fyrir um tveimur vikum, en það er víst erfitt að halda þessum tegundum við til lengri tíma. Ég hugsa að ég muni setja næringartöflur í mölina hjá þessum plöntum einu sinni í mánuði.
Madagaskar plantan
Madagaskar plantan
Þetta er flott hjá þér Tommi
þau verða varla fallegri gróðurbúrin hér á landi
hvenær á svo að bjóða manni í heimsókn svo hægt sé að sjá þetta í nærmynd ?
þau verða varla fallegri gróðurbúrin hér á landi
hvenær á svo að bjóða manni í heimsókn svo hægt sé að sjá þetta í nærmynd ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða