
Svo er ég með eitt 120l (held ég) í stofunni. Og í því er ég með 3 skalla, einhvern slatta af molly, platty & sverðdrögurum, Eina litla botíu, SAE, 2 bardagafiska, 2 kardinal tetrur (átti 10 fyrir um mánuði síðan), einn gúrama og einn annan fisk sem ég hef ekki hugmynd um hvað kallast.
Svona leit eldhúsbúrið út kvöldið sem ég setti það upp. Breytti því reyndar núna um helgina, skellti svörtum sandi í það. Á eftir að taka myndir.
Hér er stærra búrið. Gróðurinn lítur reyndar ekki neitt sérstaklega vel út núna eftir að ég overdósaði á gróðurnæringu til að losa mig við svartan hár þörung.
Á svo eftir að koma með fleiri myndir síðar
