Ég er með eitt 54L guppy búr og mér finnst dælan of kröftug fyrir búrið, það er ansi sterkur straumur. Fiskarnir eiga erfitt með að synda þar. Var með innbyggða Juwel dælu en hún dó drottni sínum.
Finnst blóðugt að skipta um dælu því ég er ansi ánægð með þessa Aquaball dælu sem ég er með.
Er það hægt? Hún er á lægsta styrk þar sem hægt er að auka/minnka strauminn. Hún er líka fyrir stærri búr, grunar að það sé ástæðan enda keypti ég hana fyrir annað búr upprunalega en fékk svo enn betri dælu.