
Ég á búr hjá foreldrum mínum (mín 25fm stúdíóíbúð býður ekki upp á margt). Þar er ég með 2xbalaháfa, 2x skala og e-ar ryksugur og bótíur. Balaháfarnir eru orðnir allt of stórir fyrir þessa 160l, en ég er ekkert svo viss um að foreldrar mínir væru hrifnir af neitt mikið stærra búri (og þá eingöngu vegna þrifamála - það er nógu mikil vinna að þrífa þetta búr, hvað þá stærra).
Pælingarnar eru tvær.. að fá mér stærra búr með góðri dælu. Er aðeins farin að skoða búrin á söluþræðinum.. Þau þurfa að líta vel út (þau eru með þetta í forstofunni) en samt ekki of dýr..
Önnur pælingin var að selja balahálfana (með miklum söknuði) og skalana og fylla það af gróðri og minni og litríkari fiskum (t.d. hóp af neon-tetrum og jafnvel e-a gotfiska). Hafa þetta litríkt og flott. En þá koma spurningarnar:
Hvað er eðililegt söluverð á svona stórum balaháfum og skölum? Gæti ég haldið bótíunum þó ég fengi mér allt aðra fiska? (er með 3x tígris og 1x trúða.. orðnar sæmilega stórar) Hvar er hægt að fá ódýran gróður og smáfiska? Væntanlega hjá Varg bara?

Þetta er nú engin neyðaraðstoð, en ég væri alveg til í að fá álit ykkar á þessum vangaveltum..

