TS: 270L búr, standur, tunnudæla, fiskar og tvær skjaldbökur

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sm
Posts: 4
Joined: 29 May 2010, 22:47

TS: 270L búr, standur, tunnudæla, fiskar og tvær skjaldbökur

Post by sm »

Hæbb!

Er með 270L búr til sölu með bogadregni framhlið sem stendur á standi með tveimur skápum og hillu á milli þeirra.
Búrið lítur frekar vel út en er þó með fáeinum rispum á gleri sem maður tekur varla eftir. Standurinn er hinsvegar með smá vatnsskemmd á sér en lítur ágætlega út.

Með búrinu eru fiskar og tvær skjaldbökur sem eru um 3 ára. Skjaldbökurnar hafa verið með fiskum í búri frá því að þær komu til landsins (2,5 ár) og borða þá ekki sem er víst mjög óvenjulegt. Litlu ryksugurnar, já og gibbinn líka, eru oft á skelinni hjá þeim að þrífa hana og þær tjilla bara og njóta þessa að vera með hreina skel :)

Ég bjó til land fyrir skjaldbökurnar ofan á helming af búrinu og ramp fyrir þær til að labba þar upp. Landið er úr dökkbrúnum við sem er vatnsvarinn og getur einni fylgt með. Meðfram honum að framan er mjög dökkt gler sem hægt er að horfa á skjaldbökurnar í gegnum. Var með tvær perur fyrir skjaldbökurnar sem geta einnig fylgt með.

Einnig setti ég auka 3x T5 ljósastæði í búrið sem geta fylgt með ásamt 2x startarauntium fyrir þau (1x electronic og einn oldschool).

Með búrinu fylgir:
Eheim professional II tunnudæla með 3 "skúffum" (mjög góð)
Standur úr við, svartur á litinn
Ljósastæði fyrir 2x T5 perur
Hitari
3d bakgrunnur
Púði til að þrífa glerið (svona með segli)
4 rætur (1 risastór og hinir minni)
Fullt af stórum steinum
Sandur (eða litli steinar frekar) til að vera með í botninum
Tetratec APS 300 loftdæla (fyrir 120-300L búr)
2 háfar
Einhver fiskamatur
Eflaust eitthvað fleira sem ég gleymi

Fiskarnir:
15cm+ gibbi
4 Yellow Lab (sýnist þeir vera 2x kvk og 2x kk)
2 Pseudotropheus Salousi (karlkyn báðir)
1 trúðabótía
1 áll sem er eins og trúðabótía á litinn

Skjaldbökurnar:
2x Missisippi map turtle (1x kk, 1x kvk að mér sýnist). Önnur er með appelsínugular rendur og hin er með gular eins og ég á myndinni.

Image

Ástæða sölu er að ég er að flytja íbúði sem ég er að fara í er mjög óhentug fyrir fiska og skjaldbökur. Mér þykir mjög svo leiðinlegt að selja þetta.

Þetta þarf að fara sem fyrst og því ætla ég að selja þetta mjög svo ódýrt eða 80 þúsund fyrir allt (tunnudælan ein og sér er væntanlega á 50-60 þúsund í dag þannig að þetta er frekar gott verð).

Sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga!
sm
Posts: 4
Joined: 29 May 2010, 22:47

Post by sm »

Lækkað verð niður í 65 þúsund!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hæ og velkomin/nn á Fiskaspjall, það hjálpar ótrúlega mikið við söluna ef þú setur inn myndir af því sem þú ert að selja, margir sem nenna ekki að eyða tíma í því að fara á staðinn að skoða

www.fishfiles.net er góð síða til að hýsa myndir og setja hingað inn
Svo eru þær settar inn svona:
[img]Slóð%20myndar[/img]

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=9
Kv. Jökull
Dyralif.is
lena89
Posts: 5
Joined: 12 May 2010, 12:18

p

Post by lena89 »

hæhæ hvað ertu til í að fá fyrir skjalbökunar ég hef mjög mikin áhuga ég er með 530 lítra skjaldböku búr fyrir þær. endilega vertu í bandi í síma 8668079
sm
Posts: 4
Joined: 29 May 2010, 22:47

Post by sm »

Einhverjir hafa verið að biðja um mælingar á búrinu (eðlilega) og ég mældi það í morgnu. Hef verið frekar upptekinn síðustu daga þannig að lítið hefur verið um svör frá mér, en það ætti vonandi að lagast. Ég ætla að reyna að taka myndir á morgun.

Búrið:
Breidd: 40-50cm (bogadreginn framhlið)
Lengd: 120cm
Hæð: 60cm

Skápur:
Bredd: 40cm
Lengd: 120cm
Hæð: 70cm
sm
Posts: 4
Joined: 29 May 2010, 22:47

Post by sm »

Varðandi að selja skjaldbökurnar sér þá er ég alveg til í að skoða það, en sá sem kaupir allan pakkann fær auðvitað forgang.

Semsagt, það er hægt að bjóða bara í búrið og allt dótið með því og síðan í skjaldbökurnar. Vill helst ekki skipta þessu meira niður.
.
Post Reply