Hæhæ, er með 3x Botia lohachata í búrinu hjá mér.. svo áðan rak ég augun í að liturinn á tveimur er orðinn mjög daufur, og fór að fylgjast aðeins með þeim.. þá eru þær að atast í hvor annarri, eins og þær séu að "bíta" undir hvor aðra.. samt ekkert að flýja um allt búr heldur bara að veltast um í kringum hvora aðra á sama staðnum.. Aldrei séð þær láta svona (reyndar hef ég ekki búið hér í nokkra mánuði, svo ég veit ekki hvort þetta hefur e-ð verið að gerast)..
Er að spá hvort þetta sé e-ð til að hafa áhyggjur af? Er þetta sitthvort kynið kannski eða karlrembustælar? Búrið er alveg hreint svo þær eru ekki að veltast um út af vatnsgæðum.
Mér brá pínu og slökkti á búrinu, vildi ekki að þær færu að rispa hvor aðra með þessum "broddum" framan á þeim, en það er kannski tóm vitleysa að hafa áhyggjur?
Bótíur með stæla
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli