Sæl öll.
Mig langaði að deila þessu með ykkur sem ætlið í framtíðinni að panta plöntur af netinu.
Ég pantaði nokkrar Echinodorus tenellus af ebay og fékk tilkynningu frá póstmiðstöðinni á Stórhöfðanum í gær um að þetta væri komið.
Þegar ég ætla að fá þetta afhent í gær, þá neitar tollurinn að afhenda mér þetta nema að ég komi með vottorð frá matvælastofnun.
Ég hef svo samband við Matvælastofnun sem tjáir mér það að engin krafa sé gerð um heilbrigðisvottorð á innflutningi á plöntum í fiskabúr.
Það er því greinilegt að tollarinn sem afgreiðir þetta er ekki klár á þeim reglugerðum sem hann á að vinna eftir.
Samkvæmt 5 grein reglugerðar 189 frá 1990, þarf ekki helbrigðisvottorð vegna innflutnings á plöntum í fiskabúr.
Hjá matvælastofnun talaði ég við mjög almennilegan mann sem vildi allt fyrir mig gera og hann sendi email á tollinn, þar sem hann benti á þessa reglugerð um heimild til innflutnings.
Þegar ég svo kem aftur í morgun með þessa reglugerð til að sýna tollaranum, þá neitar hann enn að láta mig hafa plönturnar.
Hann segist vilja skoða málið betur og hann hringi í mig þegar það sé búið.
Þá var mér nóg boðið, búinn að fara tvær ferðir Keflavík-Reykjavík vegna þessa.
Plönturnar fékk ég svo afhentar áðan, fimm mínútum eftir að hafa beðið um að fá að tala við yfirmann tollamála í Stórhöfðanum vegna þessa starfsmanns hanns sem ekki getur unnið eftir þeim reglugerðum sem hann á að vinna eftir.
Sem sagt, ef þið lendið í veseni við innflutning á plöntum, þá allaveganna byrjið á að vísa í þessa reglugerð sem er hér ofar í þræðinum.
Reglugerðin er allveg kristaltær.
Kv: prien
Innflutningur á plöntum.
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Hef lent í þessu sama, en ég þurfti þó ekki að gera mér ferðir fram og til baka - ég tók bara reglugerðina með mér í fyrstu ferðinni og um leið og þeir tuðuðu þá rak ég hana í augun á þeim
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Plönturnar voru í fínu ástandi hingað komnar.Sven wrote:Ég tók reglugerðina einmitt með mér þegar ég var að fá plöntur, þurfti svo sem betur fer ekkert að nota hana, greinilega lent á vönum tollara
En voru plönturnar hjá þér enn lifandi?
Frá hvaða seljenda pantaðir þú? Hvað var sendingin lengi á leiðinni?
Seljandinn heitir siamsale og er staðsettur í Thailandi.
Sendingin var 8 daga á leiðinni.
Hérna er linkur á það sem ég pantaði:
http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... OU:US:1123