prien wrote:
Þær eru afar einfaldar í notkun t.d. í þrifum, bara eitt handtak og búið að loka fyrir allt vatnsstreymi og einkar auðvelt að lofttæma og koma í gang aftur eftir yfirhalningu.
Það heyrist örlítið í Rena dælunni minni en í mínum eyrum er það eins og fegursti fuglasöngur.
Veit ekki hvernig dælur þú hefur átt en þær sem ég hef átt sem er aðallega Tetru dælurnar er bara mjög auðvelt að þrífa. Eitt handtak að loka fyrir vatnsstreymi og ekkert mál að koma þeim í gang aftur.
Veit líka ekki hvernig fugla þú hefur í kringum þig en skrölt hljóð og mótorhljóð er ekki hljóðin í fuglunum hjá mér

, myndi frekar vilja hafa heilan flokk af fuglum syngjandi þegar ég er að fara að sofa en þessa Renu dælu.
Finnst þær líka bara ljótar

, og eins og ég sagði þá eru þær dýrar miðað við að ekkert fylgir með þeim nánast, sem sé maður þarf að leggja út fyrir auka kostnaði til að fylla dæluna af filterefnum miðað við að Tetran sem er varla dýrari er með allt innifalið og filterefni eru hrikalega dýr ef maður vill fá kúlurnar og það allt sem fylgir ekki með Renu dælunum.
Hef ekki lent í lekaveseni með mínar Tetru dælur og held að það sé í einhverri gamalli framleiðslu sem það var að gerast, sem sé galli en held að það sé ekki lengur neitt svoleiðis með þær. Einnig geta allar dælur farið að leka sama hvaða tegund um er að ræða

.
Allavega finnst mér Tetru dælurnar bestar af þessum ódýrari dælum (sem sé ekki Fluval eða Eheim), auðvitað eru eheim dælurnar mjög góðar en þær eru líka dýrar eftir því. Tetra dælurnar eru þekktar fyrir að vera mjög hljóðlátar og stíflast mjög seint, sem sé geta tekið nánast endalaust inn í sig af drasli úr búrinu áður en hún stíflast sem er víst ekki sjálfgefið með þessar dælur.
Held að margir á þessu spjalli eigi Rena dælur þar sem Vargur er að selja þær og því mjög hátt hlutfall notenda með Rena dælur

, örugglega líka margir sem ekki hafa prófað neinar aðrar dælur til samanburðar en kannski er Xp3 svona mikið hljóðlátari en Xp4 en Xp4 er alls ekki hljóðlát

.