Allar þessar myndir eru teknar af svölunum.
Hérna er tjörnin, ég er búinn að dæla um 30 cm af hæð vatnsins úr. Ég ætla að færa vegginn neðst um meter nær húsinu. Þarna sést einnig fiskikar sem fiskarnir verða í á meðan framkvæmd stendur.
Ég ætla að loka þessu horni af og hugmyndin er að gera foss þarna.
Hér eru nokkrir fiskar og matarskammtarinn, hann er yfirleitt ekki þarna.. bara núna. Bunan þarna er úr hreynsikerfinu.
lítil dæla að dæla úr tjörninni á meðan við vorum að grafa.
Víking gefur kraft. Sést hvernig ég gekk frá þessu í horninu.
Síðan er planið að nota affallið af húsinu til að hita upp tjörnina og þá verður bara sírennsli í hana og úr. Brunnurinn er 3 metra frá tjörninni.
Meðaldýptin á tjörninni verður svona meter, dýpst verður hún um 1,5m

Hér er paint mynd circa af málunum. Punktalínan sýnir viðbótina.
Ekki alveg í réttum hlutföllum.