Val á tunnudælu
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Val á tunnudælu
Nú er ég í smá vandræðum með val á tunnudælu fyrir 300 lítra Juwel búr.
Ég er að spá í AM-Top Filter 3336 sem dælir 800 l/klst. og ætlaði að spyrja ykkur hvort þessi dæli sé ekki bara ágæt fyrir búrið?
Eða ætti ég að taka stærri dælu?
Ég er að spá í Malawi ef það breytir einhverju.
Endilega komið með aðrar uppástungur en þær mega ekki vera of dýrar þar sem budgetið mitt nær engri svakalegri upphæð.
Takk takk!
Ég er að spá í AM-Top Filter 3336 sem dælir 800 l/klst. og ætlaði að spyrja ykkur hvort þessi dæli sé ekki bara ágæt fyrir búrið?
Eða ætti ég að taka stærri dælu?
Ég er að spá í Malawi ef það breytir einhverju.
Endilega komið með aðrar uppástungur en þær mega ekki vera of dýrar þar sem budgetið mitt nær engri svakalegri upphæð.
Takk takk!
-
- Posts: 771
- Joined: 13 Feb 2008, 11:21
- Location: Rvk
- Contact:
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Myndi frekar taka Tetru tec dælu og þá Tetra tec 1200 dæluna . Hef aldrei lent í neinu veseni með 1200 dæluna mína, alveg svakalega hljóðlát miðað við stærð, þarf að hlusta vel til að heyra eitthvað í henni en dælan (og búrið) er í svefnherberginu mínu. Var með Renu Xp4 og meiri traktoradælu hef ég ekki heyrt í :S. Það var ekki séns að sofna ef að hún var í gangi en sú dæla var svipað stór og 1200 dælan og dýrari, einnig var hún aldrei í fullkomnu lagi.
Það fylgir allt með Tetru dælunum, allir filterar og svona mediakúlur og einhverjir hringir en það fylgir nánast ekkert með Renu dælunum, einhverjir tveir svampar sem fylla svona 1/3 af dælunni og svo þarf að kaupa aukalega sem mér finnst hrikalega mikill galli :S. Átti sem betur fer svampa úr þarna föstu Juwel dælunni sem passaði í, annars hefði þessi Rena dæla verið tóm.
Held ég myndi skoða allar aðrar dælutegundir heldur en Renu. Finnst Renu dælurnar vera bara dýrar miðað við hvað það fylgir ekkert með þeim og háværar.
Ég hef keypt tvær Tetru dælur hjá Trítlu og mæli með þeirri búð .
Það fylgir allt með Tetru dælunum, allir filterar og svona mediakúlur og einhverjir hringir en það fylgir nánast ekkert með Renu dælunum, einhverjir tveir svampar sem fylla svona 1/3 af dælunni og svo þarf að kaupa aukalega sem mér finnst hrikalega mikill galli :S. Átti sem betur fer svampa úr þarna föstu Juwel dælunni sem passaði í, annars hefði þessi Rena dæla verið tóm.
Held ég myndi skoða allar aðrar dælutegundir heldur en Renu. Finnst Renu dælurnar vera bara dýrar miðað við hvað það fylgir ekkert með þeim og háværar.
Ég hef keypt tvær Tetru dælur hjá Trítlu og mæli með þeirri búð .
200L Green terror búr
Þetta búr verður einmitt inni í herbergi hjá mér, ég vil helst geta sofnað á næturnar þar sem ég á alveg nógu erfitt með það fyrir.
Takk fyrir æðislegt svar Sirius Black ég hef reyndar verið að skoða þessa Tetratec dælu líka, leyst ágætlega á hana og lýst enn betur á hana núna
Ætli Tetratec verði ekki bara fyrir valinu
Takk allir
Takk fyrir æðislegt svar Sirius Black ég hef reyndar verið að skoða þessa Tetratec dælu líka, leyst ágætlega á hana og lýst enn betur á hana núna
Ætli Tetratec verði ekki bara fyrir valinu
Takk allir
-
- Posts: 241
- Joined: 08 Feb 2010, 17:21
Ég heyrt um leka vandamál í Tetratec en veit ekki hvaða týpur eiga þar í hlut. En ef þú villt áreiðanlega og hljóðláta dælu þá er Eheim Klárlega málið ég er með 3 Eheim dælur á mínu heimili og þær hafa aldrei klikkað og heyrist ekkert í þeim bara snilld.
Ein Eheim dælan hjá mér er 12 ára gömul og hefur ekki bilað enn.
Fyrir þitt búr væri Eheim 2026 góður kostur
Ein Eheim dælan hjá mér er 12 ára gömul og hefur ekki bilað enn.
Fyrir þitt búr væri Eheim 2026 góður kostur
Ég er með Eheim, Tetra tec og Rena dælur.
Ef þú átt peninga eins og skít, þá færðu þér Eheim dælu.
Varahlutirnir í þær kosta líka báða handleggina.
Tetra dælan hjá mér hefur ekki verið það lengi í notkun að ég geti dæmt um endingu á henni en jú hún er hljóðlát.
Í framtíðinni fæ ég mér ekkert annað en Rena.
Þær eru afar einfaldar í notkun t.d. í þrifum, bara eitt handtak og búið að loka fyrir allt vatnsstreymi og einkar auðvelt að lofttæma og koma í gang aftur eftir yfirhalningu.
Það heyrist örlítið í Rena dælunni minni en í mínum eyrum er það eins og fegursti fuglasöngur.
Ef þú átt peninga eins og skít, þá færðu þér Eheim dælu.
Varahlutirnir í þær kosta líka báða handleggina.
Tetra dælan hjá mér hefur ekki verið það lengi í notkun að ég geti dæmt um endingu á henni en jú hún er hljóðlát.
Í framtíðinni fæ ég mér ekkert annað en Rena.
Þær eru afar einfaldar í notkun t.d. í þrifum, bara eitt handtak og búið að loka fyrir allt vatnsstreymi og einkar auðvelt að lofttæma og koma í gang aftur eftir yfirhalningu.
Það heyrist örlítið í Rena dælunni minni en í mínum eyrum er það eins og fegursti fuglasöngur.
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
ég er með 2 Rena dælur og eina AM top dælu og í stuttu máli er ég enn að berjast við loftvandamál í AM dæluni það er eins og hún sjúgi loft eitthversstaðar en ég hef ekki lent í neinum vandræðum með Rena dælurnar og ég heiri ekki múkk í þeim önnur er reindar inni í skáp en hin stendur við hliðina á búrinu og maður veit ekki af henni
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Veit ekki hvernig dælur þú hefur átt en þær sem ég hef átt sem er aðallega Tetru dælurnar er bara mjög auðvelt að þrífa. Eitt handtak að loka fyrir vatnsstreymi og ekkert mál að koma þeim í gang aftur.prien wrote: Þær eru afar einfaldar í notkun t.d. í þrifum, bara eitt handtak og búið að loka fyrir allt vatnsstreymi og einkar auðvelt að lofttæma og koma í gang aftur eftir yfirhalningu.
Það heyrist örlítið í Rena dælunni minni en í mínum eyrum er það eins og fegursti fuglasöngur.
Veit líka ekki hvernig fugla þú hefur í kringum þig en skrölt hljóð og mótorhljóð er ekki hljóðin í fuglunum hjá mér , myndi frekar vilja hafa heilan flokk af fuglum syngjandi þegar ég er að fara að sofa en þessa Renu dælu.
Finnst þær líka bara ljótar , og eins og ég sagði þá eru þær dýrar miðað við að ekkert fylgir með þeim nánast, sem sé maður þarf að leggja út fyrir auka kostnaði til að fylla dæluna af filterefnum miðað við að Tetran sem er varla dýrari er með allt innifalið og filterefni eru hrikalega dýr ef maður vill fá kúlurnar og það allt sem fylgir ekki með Renu dælunum.
Hef ekki lent í lekaveseni með mínar Tetru dælur og held að það sé í einhverri gamalli framleiðslu sem það var að gerast, sem sé galli en held að það sé ekki lengur neitt svoleiðis með þær. Einnig geta allar dælur farið að leka sama hvaða tegund um er að ræða .
Allavega finnst mér Tetru dælurnar bestar af þessum ódýrari dælum (sem sé ekki Fluval eða Eheim), auðvitað eru eheim dælurnar mjög góðar en þær eru líka dýrar eftir því. Tetra dælurnar eru þekktar fyrir að vera mjög hljóðlátar og stíflast mjög seint, sem sé geta tekið nánast endalaust inn í sig af drasli úr búrinu áður en hún stíflast sem er víst ekki sjálfgefið með þessar dælur.
Held að margir á þessu spjalli eigi Rena dælur þar sem Vargur er að selja þær og því mjög hátt hlutfall notenda með Rena dælur , örugglega líka margir sem ekki hafa prófað neinar aðrar dælur til samanburðar en kannski er Xp3 svona mikið hljóðlátari en Xp4 en Xp4 er alls ekki hljóðlát .
200L Green terror búr
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Ég er með Rena XP2 og Xp4. XP2 er nánast hljóðlaus en XP4 er ekki hávær en það heyrist töluvert meira í henni en minni dælunum.Sirius Black wrote:prien wrote: Held að margir á þessu spjalli eigi Rena dælur þar sem Vargur er að selja þær og því mjög hátt hlutfall notenda með Rena dælur , örugglega líka margir sem ekki hafa prófað neinar aðrar dælur til samanburðar en kannski er Xp3 svona mikið hljóðlátari en Xp4 en Xp4 er alls ekki hljóðlát .
Það er bara þannig að það heyrist meira í dælunum eftir því sem stærri þær eru, líka Eheim dælunum. Ég átti 2 stk Eheim Pro II og það heyrðist bókstaflega ekkert í þeim, en svo var ég líka með stóra Eheim Pro III og hún var virkilega hávær, enda ekkert smá flykki með stóran mótor.
Mín kynni af Tetra Tec 1200 er bara góð, öflug dæla, fylgir allt með henni og svo eru glærar pípur sem fara ofan í búrið sem mér finnst mikill kostur, auðvelt að þrífa og handpumpa til að koma vatninu ofan í hana þegar hún er sett upp, hef ekki enn fundið eitthvað sem ég finnst vanta í þessa dælu
hef einnig mikla reynslu af Rena Filstar XP3 er með tvær svoleiðis á 600 lítra búrinu mínu, eins og Sirius Black bendir á þá er frekar mikill galli að ekki fylgir keramik hringir eða bio boltar og engin kol, getur farið uppfyrir í 5000.kr að kaupa þessa hluti í dæluna, þessar bláu pípur sem fylgja henni fara einnig svolítið í mig og svo er enginn handpumpa á henni
hef einnig mikla reynslu af Rena Filstar XP3 er með tvær svoleiðis á 600 lítra búrinu mínu, eins og Sirius Black bendir á þá er frekar mikill galli að ekki fylgir keramik hringir eða bio boltar og engin kol, getur farið uppfyrir í 5000.kr að kaupa þessa hluti í dæluna, þessar bláu pípur sem fylgja henni fara einnig svolítið í mig og svo er enginn handpumpa á henni
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Já þetta er virkilega dýrt , Já það er ein karfa af keramik hringjum og ein af bio boltum, ein með 2 kol pokum og grófum svampi og seinasta með fínni svami og fínni ull ofan á, 4 körfur í heildina
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Já finnst þessar bláu pípur á Rena dælunni vera hrikalega áberandi :S, líka það er önnur svona dökkblá eða nánast svört og hin svona gráblá einhvern veginn, þannig að pípurnar eru ekki einu sinni eins á litinn, fannst þetta hrikalega áberandi og ljótt.Squinchy wrote:Mín kynni af Tetra Tec 1200 er bara góð, öflug dæla, fylgir allt með henni og svo eru glærar pípur sem fara ofan í búrið sem mér finnst mikill kostur, auðvelt að þrífa og handpumpa til að koma vatninu ofan í hana þegar hún er sett upp, hef ekki enn fundið eitthvað sem ég finnst vanta í þessa dælu
hef einnig mikla reynslu af Rena Filstar XP3 er með tvær svoleiðis á 600 lítra búrinu mínu, eins og Sirius Black bendir á þá er frekar mikill galli að ekki fylgir keramik hringir eða bio boltar og engin kol, getur farið uppfyrir í 5000.kr að kaupa þessa hluti í dæluna, þessar bláu pípur sem fylgja henni fara einnig svolítið í mig og svo er enginn handpumpa á henni
En já dælurnar verða meira háværar eftir stærð en 1200 dælan er algjör hlunkur en nánast alveg hljóðlaus. Hef verið spurð að því þegar ég sýni dæluna (opna skápinn) hvort hún sé nokkuð í gangi, maður þarf að fara slatta nálægt henni til að heyra í henni eiginlega. En með Renuna þá heyrði ég í henni þó að hún væri í lokuðum skáp og lokað inn í herbergi :S.
200L Green terror búr